Sport

Breytingar á Barcelona-treyjunni?

Nú stefnir í að brotið verði blað í sögu spænska stórveldisins í knattspyrnu, Barcelona, en til stendur að sett verði auglýsing framan á treyjur liðsins í fyrsta sinn í sögu félagsins. Eins og vafalaust sumir hafa tekið eftir þá er félagið eitt örfárra sem ekki er með neinar auglýsingar á búningum sínum en nú hefur Net-veðbankinn Bet & Win, boðist til að greiða Barcelona15 milljónir dollara á ári, sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna, fyrir framhliðina á Barcelona treyjunni.. Næsta skref er að fá hina 95.000 meðlimi innan Barcelona til að greiða atkvæði um það hvort breyta eigi út af þessum vana og ganga að boði veðbankans. Til samanburðar má geta þess að Real Madrid fær greiddar 12 milljónir dollara á ári, eða um 830 milljónir króna, frá Siemens sem auglýsir framhliðina á þeim Carlos, Raul, Ronaldo, Beckham, Zidane, Figo, Owen og félögum hjá Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×