Sport

Enn vinnur Njarðvík

Njarðvík hélt sigurgöngu sinni áfram í Intersport deild karla í körfuknattleik í gærkvöld þegar liðið skellti Grindvíkingum með 23 stiga mun 87-64. Njarðvík er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Grindavík er með 4 stig. Yfirburðir Njarðvíkinga í leiknum voru algerir. Þeir leiddu í hálfleik með fjórtán stiga mun og bættu við í síðari hálfleik. Páll Kristinsson fór hamförum í liði Njarðvíkinga og skoraði 31 stig, Matt Sayman kom næstur með 15 og Brenton Birmingham skoraði 14. Justin Miller skoraði 21 stig og Páll Axel vilbergsson 17. Helgi Jónas Guðfinnsson og Guðlaugur Eyjólfsson léku ekki með Grindvíkingum vegna meiðsla og munar um minna. Njarðvíkingar eru greinilega með besta liðið þessa stundina en varnarleikur liðsins í gær var frábær og lagði grunninn að sigrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×