Sport

Haraldur með tilboð frá Aalesund

Haraldur Freyr Guðmundsson, varnarmaður bikarmeistara Keflavíkur, er með samningstilboð frá norska liðinu Aalesund til þriggja ára. Haraldur Freyr er samningslaus og getur því samið við hvaða lið sem er en Aalesund er í 2. sæti í norsku 1. deildinni og hefur þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni næsta sumar. Að sögn Rúnars Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur, mun hann setjast niður með Haraldi þegar hann kemur heim frá Noregi, þar sem hann hefur verið til reynslu, og leggja fyrir hann nýjan samning því Keflvíkingar vilji reyna að halda í hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×