Þolinmæðin að bresta 27. október 2004 00:01 Það er enn fullkomlega óljóst hver tekur við knattspyrnuliði Grindavíkur. Félagið hafði komist að samkomulagi við Guðjón Þórðarson um að taka við liðinu en þegar kom að undirritun samningsins opnuðust gluggar fyrir Guðjón í Englandi. Hann brá því undir sig betri fætinum, stökk upp í flugvél og gerir allt hvað hann getur til þess að komast inn um eins og einn glugga. Það hefur ekki enn skýrst hvort Guðjóni verði hjálpað inn um einhvern gluggann og líklegt er að það skýrist ekkert næstu vikuna. Á meðan safnar samningurinn ryki í Grindavík og það sætta stjórnarmenn Grindavíkur sig ekki við til lengdar. Þeir eru að missa þolinmæðina gagnvart Guðjóni og þurfa að fá skýr svör frá honum fljótlega því ekki geta þeir verið þjálfaralausir mikið lengur. "Við munum heyra í Guðjóni á næstu dögum og þá vonandi skýrast þessi mál," sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. "Við erum ekki tilbúnir að bíða út í hið óendanlega. Ef Guðjón ætlar að halda áfram að leita að starfi úti þá verðum við að fara að skoða aðra möguleika því ekki getum við verið þjálfaralausir mikið lengur. Við getum beðið eftir Guðjóni fram að áramótum ef við finnum engan á meðan en ef við finnum einhvern góðan þjálfara þá verðum við að stökkva af stað og gera eitthvað." Jónas segir að það hafi verið draumur hjá honum lengi að fá Guðjón til starfa í Grindavík og því vill hann ekki gefa upp alla von enn sem komið er. Guðjón hefur ekki setið auðum höndum í Englandi síðustu vikur, hann ræddi til að mynda við menn frá Leicester um síðustu helgi og hann á fund með mönnum frá öðru félagi í byrjun næstu viku. Það er því ljóst að hann getur ekki gefið Grindavík jákvætt svar alveg strax. "Ég veit ekkert hvað verður úr þessum málum. Það er alveg ómögulegt að spá og maður verður bara að taka því sem kemur," sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær en hann sá Leicester spila gegn sínu gamla félagi, Stoke, um síðustu helgi. Guðjón sagði stöðuna varðandi Grindavík vera þá sömu og áður og hefði ekkert breyst af hans hálfu. Því væri ákaflega lítið annað um málið að segja. Íslenski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Það er enn fullkomlega óljóst hver tekur við knattspyrnuliði Grindavíkur. Félagið hafði komist að samkomulagi við Guðjón Þórðarson um að taka við liðinu en þegar kom að undirritun samningsins opnuðust gluggar fyrir Guðjón í Englandi. Hann brá því undir sig betri fætinum, stökk upp í flugvél og gerir allt hvað hann getur til þess að komast inn um eins og einn glugga. Það hefur ekki enn skýrst hvort Guðjóni verði hjálpað inn um einhvern gluggann og líklegt er að það skýrist ekkert næstu vikuna. Á meðan safnar samningurinn ryki í Grindavík og það sætta stjórnarmenn Grindavíkur sig ekki við til lengdar. Þeir eru að missa þolinmæðina gagnvart Guðjóni og þurfa að fá skýr svör frá honum fljótlega því ekki geta þeir verið þjálfaralausir mikið lengur. "Við munum heyra í Guðjóni á næstu dögum og þá vonandi skýrast þessi mál," sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. "Við erum ekki tilbúnir að bíða út í hið óendanlega. Ef Guðjón ætlar að halda áfram að leita að starfi úti þá verðum við að fara að skoða aðra möguleika því ekki getum við verið þjálfaralausir mikið lengur. Við getum beðið eftir Guðjóni fram að áramótum ef við finnum engan á meðan en ef við finnum einhvern góðan þjálfara þá verðum við að stökkva af stað og gera eitthvað." Jónas segir að það hafi verið draumur hjá honum lengi að fá Guðjón til starfa í Grindavík og því vill hann ekki gefa upp alla von enn sem komið er. Guðjón hefur ekki setið auðum höndum í Englandi síðustu vikur, hann ræddi til að mynda við menn frá Leicester um síðustu helgi og hann á fund með mönnum frá öðru félagi í byrjun næstu viku. Það er því ljóst að hann getur ekki gefið Grindavík jákvætt svar alveg strax. "Ég veit ekkert hvað verður úr þessum málum. Það er alveg ómögulegt að spá og maður verður bara að taka því sem kemur," sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær en hann sá Leicester spila gegn sínu gamla félagi, Stoke, um síðustu helgi. Guðjón sagði stöðuna varðandi Grindavík vera þá sömu og áður og hefði ekkert breyst af hans hálfu. Því væri ákaflega lítið annað um málið að segja.
Íslenski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira