Sport

Halmstad og Malmö berjast

Halmstad og Malmö berjast um sænska meistaratitilinn í knattspyrnu þetta varð ljóst í gærkvöld því Gautaborg tapaði á heimavelli fyrir Malmö 2-1. Tæplega 39 þúsund manns sáu leikinn á Ullevi vellinum í Gautaborg. Hjálmar Jónsson var í byrjunarliði Gautaborgar. Halmstd lagði Helsingborgs að velli 2-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu hjá Halmstad. Sölvi geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djurgarden sem vann Sundsvall 1-0. Halmstad og Malmö eru jöfn með 49 stig á toppnum en markatala Halmstad er betri. Gautaborg er í þriðja sæti með 46 stig í þriðja sæti. Halmstad mætir Gautaborg í lokaumferðinni um næstu helgi og Malmö fær Elfsborg í heimsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×