Fleiri fréttir

Totti dæmdur í þriggja leikja bann

Francesco Totti, helsti lykilmaður Ítala á Evrópumótinu í Portúgal,  var í dag dæmdur í þriggja leikja bann, af agadómstól UEFA, fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen í fyrsta leik liðanna í C-riðli. Totti getur því ekki spilað með Ítölum fyrr en í undanúrslitaleiknum, komist þeir þangað.

KR vann stóran sigur á FH

Kvennalið KR vann stórsigur á FH í lokaleik fjórðu umferðar Landsbankadeildar kvenna en leikurinn fór fram á óvenjulegum tíma, klukkan 11.00 á þjóðhátíðardegi Íslands. Hólmríður Magnúsdóttir skoraði fernu í 11-2 sigri Íslandsmeistaranna.

Sögulegt mark hjá Wayne Rooney

Wayne Rooney skoraði sögulegt mark fyrir Englendinga gegn Sviss í öðrum leik liðanna í B-riðli en leikurinn er í gangi í Portúgal. Rooney varð þá yngsti leikmaðurinn til að skora í lokakeppni evróumótsins. Rooney bætti með Júgóslavans Dragan Stojakovic frá 1984.

Rooney með tvö í 3-0 sigri á Sviss

Englendingar unnu sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Portúgal þegar þeir unnu 3-0 sigur á Sviss í fyrri leik dagsins í B-riðli. Wayne Rooney skoraði tvö mörk og Steven Gerrard bætti við því þriðja undir lokin.

Þrjár breytingar á liði Frakka

Jacques Santini gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Frakka sem mæta Króötum nú á eftir. Marcel Desailly, Oliver Dacourt og Sylvain Wiltord koma allir inn í liðið en þeir Robert Pires, Bixente Lizarazu og Claude Makelele setjast allir á bekkinn.

Króatar hvíla menn gegn Frökkum

Króatar leggja litla áherslu á leikinn gegn Frökkum sem er nú að hefjast á Evrópumótinu í Portúgal en lykilmenn liðsins eru hvíldir í leiknum. Króatar leggja þess í stað ofurkapp á leik sinn við Englendinga í síðustu umferð.

Sven-Göran ánægður með dagsverkið

Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Svisslendingum í dag og þá sérstaklega hinn 18 ára gamla Wayne Rooney sem skoraði tvö af þremur mörkum liðsins í leiknum.

Frakkar voru heppnir að fá stigið

Evrópumeistarar Frakka voru heppnir með að fá stig út úr viðureign sinni við Króata en leikurinn fór 2-2 þar sem bæði lið fengu góð tækifæri til að skora fleiri mörk og þá sérstaklega Króatar sem voru óheppnir að skora ekki fleiri mörk.

Þrír leikmenn markahæstir á EM

Þrír leikmenn eru efstir og jafnir á lista yfir markahæstu mennina á Evrópumótinu í Portúgal en þetta eru þeir Zinedine Zidane hjá Frakklandi, Henrik Larsson hjá Svíþjóð og Wayne Rooney hjá Englandi. Larsson hefur leikið einum leik færri en hinir tveir.

Erfitt að spila 10 gegn 12

Þjálfari Svisslendinga, Jakob Kuhn, var alveg brjálaður út í Rússneska dómarann, Valentin Ivanov, eftir leik þeirra við Englendinga í dag: "Brottvikning Bernt Haas var fáránleg og annan leikinn í röð þurfum við að spila 10 gegn 11," en Johann Vogel var sendur út af í fyrsta leiknum gegn Króötum.

Rooney kláraði Svisslendinga

<b><font face="Helv" color="#008080"> Wayne Rooney skoraði tvö mörk og leiddi Englendinga til 3-0 sigurs gegn Sviss í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Með mörkunum varð Rooney yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora mark í lokakeppni Evrópumótsins, og hefur þessi 18 ára leikmaður heldur betur slegið í gegn það sem af er Evrópumótinu. </font></b>

Búlgarar ætla ekki að breyta miklu

Plamen Markov, þjálfari búlgarska landsliðsins, vísar því algjörlega á bug að þörf sé á róttækum breytingum fyrir leikinn gegn Dönum í dag. Þetta segir hann þrátt fyrir að lið hans hafi verið tekið í karphúsið af Svíum, 0-5.

Vill árangur frekar en gæði

Þjálfari Hollendinga, Dick Advocaat, lagði upp með áherslu á árangur frekar en gæði í leiknum gegn Þjóðverjum sem endaði 1-1. Hann segist munu gera það sama í næst leik gegn Tékkum: "Það er betra að vera frægur fyrir að vinna sigra heldur en að spila bara fallega knattspyrnu," lét hann hafa eftir sér.

Totti biðst afsökunar

<font face="Helv">Í</font>talski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hrækja á Danann Christian Poulsen í leik liðanna á dögunum.Dómari leiksins sá ekki atvikið en það náðist á myndband og út frá því var dómurinn felldur.

Verið að vernda sterku liðin

Otto Baric, þjálfari Króata, sagði eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld að hann teldi dómara keppninnar halla undir stóru liðin. Frakka jöfnuði leikinn á umdeildu marki þar sem Króatar vildu fá hendi dæmda á David Trezeguet.

Saez óttast ekki heimadómgæslu

Þjálfari Spánverja, Inaki Saez, óttast ekki heimadómgæslu í leiknum gegn Portúgal en hann kemur líklega til með að vera úrslitaleikur um hvort liðið komist í átt liða úrslit. Öllum að óvörum eru það Grikkir sem skotið hafa báðum þjóðunum ref fyrir rass.

Skyldusigur hjá KR-konum

KR-stúlkur nutu sín betur í rokinu í Hafnarfirði í gær þegar þær heimsóttu stöllur sínar í FH. Lokatölur leiksins urðu 11–2, gestunum í vil, og hefði munurinn auðveldlega getað orðið mun stærri ef ekki hefði verið fyrir ágætis tilþrif Sigrúnar Ingólfsdóttar í marki FH.

Frakkar heppnir að fá eitt stig

Ólöglegt mark frá David Trezeguet á 64. mínútu tryggði Frökkum annað stigið gegn sprækum Króötum í viðureign liðana á Evrópumótinu í gær. Liðin skildu jöfn, 2–2, í frábærum leik sem bauð upp fjölda færa og mikla dramatík.

James viss ekki um Zidane

Sérfræðingar enska knattspyrnusambandsins settu saman myndbandsspólu fyrir David James, markvörð liðsins, til þess að hann vissi hvernig hann ætti að bregðast við sóknartilburðum franska liðsins í leik liðanna á sunnudaginn.

Frábært á EM

Wayne Rooney, hinn ungi framherji enska landsliðsins, er í sjöunda himni með reynslu sína af Evrópumótinu Portúgal hingað til.

Detroit Pistons meistarar

Detroit Pistons tryggði sér í nótt sigurinn í NBA-deildinni í körfuknattleik með því að leggja LA Lakers að velli, 100-87, í fimmta leik liðanna í Detroit.

Þjóðverjar ánægðir með sig

Þýskir fjölmiðlar eru himinlifandi með frammistöðu þýska landsliðsins gegn Hollendingum á þriðjudagskvöldið og halda því fram að þýska liðið sé aftur komið í sitt besta form.

Rui Costa og Couto á bekknum

Luis Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, hefur gert þrjár breytingar á liði sínu sem nætir Rússum í kvöld. Rui Costa, Paolo Ferreira og fyrirliðinn Fernando Couto byrja allir á bekknum.

Benitez tekur við Liverpool

Spánverjinn Rafael Benitez var í gær kynntur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Liverpool.

Portúgalar komnir yfir

Portúgalar eru komnir yfir í leiknum gegn Rússum. Það var miðjumaðurinn Maniche sem skoraði markið strax á 7. mínútu eftir góðan undirbúning frá Deco, sem kom inn í liðið fyrir Rui Costa.

Totti kærður af UEFA

:<font face="Helv">Ítalinn snjalli Francesco Totti gæti verið í vondum málum eftir að upp komst að hann hrækti á danska miðjumanninn Christian Poulsen í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal á mánudaginn.</font>

Þungu fargi létt af Portúgölum

Portúgalar komust aftur á beinu brautina í gær þegar þeir lögðu Rússa að velli, 2-0, í leik liðanna í A-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.

Atli sendi Fram í fallsæti

Atli Sveinn Þórarinsson sendi Fram í fallsæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram í leik liðanna á Laugardalsvelli með þrumuskoti þegar rúmlega tuttugu mínútur voru til leiksloka. Á sama tíma gerðu Grindvíkingar og KR-ingar markalaust jafntefli.

Jafnt á Akranesi

Skagamenn og FH-ingar gerðu jafntefli, 2-2, á Akranesi í lokaleik sjöttu umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld.

Sviss má vara sig

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur aðvarað leikmenn Sviss fyrir leik þjóðana í dag. Beckham segir sig og samherja sína vera sára og reiða eftir leikinn gegn Frökkum, og að þeir ætli að láta það bitna á Svisslendingum.

Tökum Englendinga í kennslustund

Hakan Yakin, leikstjórnandi Svisslendinga, segir Englendinga liggja vel við höggi eftir áfallið gegn Frökkum á sunnudaginn og segist hann stefna á að auka enn frekar á vonleysi þeirra á í dag þegar þjóðirnar mætast innbyrðis.

Cambpell reiður út í Vieira

Sol Campbell, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, er öskuvondur út í samherja sinn Patrick Vieira eftir að Frakkinn ásakaði leikmenn Englands um að spila grófan leik og kallaði þá meðal annars "svindlara" sem létu sig falla í jörðina við minnsta tilefni.

Þjóðverjar sáttir við sína menn

Þýskir fjölmiðlar eru himinlifandi með frammistöðu þýska landsliðsins gegn Hollendingum á þriðjudagskvöldið og halda því fram að þýska liðið sé aftur komið í sitt besta form.

Króatar hvíla menn gegn Frökkum

Króatar líta nú á síðasta leik sinn í B-riðli á Evrópumótinu í Portúgal, gegn Englandi á mánudaginn, sem úrslitaleik um annað sætið og hafa gefið í skyn að þeir ætli sér að hvíla nokkra lykilmenn sína í leiknum gegn Frökkum í dag.

Ítalir kenna sokkunum um

Leikmenn ítalska liðsins eru með skýringar á slakri frammistöðu sinni gegn Dönum í fyrsta leiknum í C-riðli á mánudaginn. Margir myndu þó segja að skýringarnar eða öllu heldur afsakanirnar væru af ódýrari gerðinni því leikmenn liðsins kenna sokkunum sem þeir notuðu í leiknum um slaka frammistöðu.

Tigana segir Zidane bestan

Jean Tigana, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, er ekki í vafa um að frammistaða Zinedine Zidane á lokamínútum leiksins gegn Englendingum hafi sýnt svo ekki verður um villst að hann er besti leikmaður í heimi í dag.

Frings til Bayern München

Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings, sem skoraði mark Þjóðverja gegn Hollendingum á Evrópumótinu í fótbolta á þriðjudag, er genginn til liðs við stórliðið Bayern München.

Scholes klár í slaginn

Enski miðjumaðurinn Paul Scholes hefur jafnað sig á ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn og verður með þegar England mætir Sviss í dag.

Bætir Þórey Edda metið?

Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum, 2. deild, fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Þetta er stærsta alþjóðlega frjálsíþróttamótið sem haldið hefur verið hér á landi og frábært tækifæri til að fylgjast með okkar helsta afreksfólki í frjálsum íþróttum.

Vieri vísar gagnrýni á bug

Ítalski framherjinn Christian Vieri vísar á bug þeirri hörðu gagnrýni sem liðið hefur fengið á sig eftir jafnteflið í leiknum gegn Dönum.

Halldór aðstoðar Pál hjá Haukum

Hinn leikreyndi Halldór Ingólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik. Halldór mun því aðstoða Pál Ólafsson, sem nýverið gekk frá samningi þess efnis að hann muni halda áfram þjálfun liðsins eftir að hafa tekið við Haukaliðinu á miðju tímabili eftir að Viggó Sigurðsson var rekinn.

Brynjar Björn til Watford

Landsliðs- og tveggjafótatæklingamaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert munnlegan samning við enska 1. deildarliðið Watford þess efnis að hann spili með liðinu næstu tvö árin.

Larsson mættur

Svíar hófu Evrópukeppnina með glans í gærkvöldi en þá burstuðu þeir Búlgara, 5-0, í C-riðli. Með leik sínum sýndu Svíarnir að þeir eru til alls vísir - voru léttleikandi, sjálfsöruggir og skapandi. Henrik Larsson var stjarnan, skoraði tvö glæsileg mörk.

Sjá næstu 50 fréttir