Sport

Scholes klár í slaginn

Enski miðjumaðurinn Paul Scholes hefur jafnað sig á ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn og verður með þegar England mætir Sviss í dag. Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, staðfesti þetta á blaðamannafundi í gær og sagði þetta góðar fréttir fyrir enska liðið. "Scholes er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er frábær leikmaður sem stendur sig þegar mest á reynir," sagði Eriksson, sem mun þá stilla upp sömu miðju og gegn Frökkum með Steven Gerrard, David Beckham og Frank Lampard ásamt Scholes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×