Sport

Benitez tekur við Liverpool

Spánverjinn Rafael Benitez var í gær kynntur til sögunnar sem næsti knattspyrnustjóri Liverpool. Benitez stýrði Valencia til sigurs í spænsku deildinni sem og í Evrópukeppni félagsliða á nýafstöðnu tímabili og tekur hann við af Frakkanum Gerard Houllier, sem var látinn taka pokann sinn í vor. Benitez sagði upp störfum hjá Valencia 1. júní og hafði þráfaldlega verið orðaður við starfið hjá Liverpool. Benitez tekur við þokkalegasta búi hjá Liverpool en hans fyrsta verk verður væntanlega að sannfæra Michael Owen og Steven Gerrard um að framtíð þeirra liggi hjá félaginu en þeir hafa viljað komast burt frá félaginu þar sem þeir telja það ekki líklegt til afreka á næstu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×