Sport

Þjóðverjar ánægðir með sig

Þýskir fjölmiðlar eru himinlifandi með frammistöðu þýska landsliðsins gegn Hollendingum á þriðjudagskvöldið og halda því fram að þýska liðið sé aftur komið í sitt besta form. Þýska liðið spilaði hörmulega í undirbúningi sínum fyrir keppnina og tapaði meðal annars fyrir Ungverjum, 2-0, í síðasta leiknum fyrir mótið. Það voru því ekki miklar væntingar gerðar til liðsins fyrir leikinn gegn Hollendingum. Þýska liðið spilaði hins vegar vel og átti, ef eitthvað er, skilið að vinna leikinn. Bild, stærsta blað Þýskalands, jós liðið meðal annars lofi. "Evrópa! Við erum mættir aftur," stóð á forsíðu blaðsins. "Við vorum með hreðjatak á sigurstranglegum Hollendingum á 81. mínútu og enn einu sinni sýndum við afl, staðfestu og sigurvilja. Þetta var besti leikur liðsins frá því í úrslitaleiknum á HM 2002. Við getum unnið öll lið í heiminum með frammistöðu sem þessari."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×