Sport

Tigana segir Zidane bestan

Jean Tigana, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, er ekki í vafa um að frammistaða Zinedine Zidane á lokamínútum leiksins gegn Englendingum hafi sýnt svo ekki verður um villst að hann er besti leikmaður í heimi í dag. Tigana, sem þykir vera líklegur til að taka við af Jacques Santini eftir keppnina, sagðist í það minnsta vera viss um það. "Ég veit að Zidane er bestur í heimi. Hann spilar hjá Real Madrid þar sem félagar hans segja að hann sé besti maður liðsins. Frammistaða hans á lokakaflanum gegn Englandi var slík að aðeins afburðamenn gátu dregið hana upp úr hattinum," sagði Tigana, sem vildi ekki ræða um möguleikana á því að hann yrði næsti þjálfari Frakka en Santini mun taka við Tottenham eftir að mótinu lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×