Sport

Brynjar Björn til Watford

Landsliðs- og tveggjafótatæklingamaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur gert munnlegan samning við enska 1. deildarliðið Watford þess efnis að hann spili með liðinu næstu tvö árin. Þar mun hann hitta fyrir félaga sinn hjá landsliðinu, Heiðar Helguson, og saman verða þeir væntanlega ábyrgir fyrir nokkrum tæklingum af dýrari gerðinni. Brynjar Björn lék með Nottingham Forest og Stoke á síðasta tímabili. Hann var hins vegar laus allra mála og því þarf Watford ekki að reiða neitt fé af hendi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×