Sport

Ítalir kenna sokkunum um

Leikmenn ítalska liðsins eru með skýringar á slakri frammistöðu sinni gegn Dönum í fyrsta leiknum í C-riðli á mánudaginn. Margir myndu þó segja að skýringarnar eða öllu heldur afsakanirnar væru af ódýrari gerðinni því leikmenn liðsins kenna sokkunum sem þeir notuðu í leiknum um slaka frammistöðu. Francesco Totti, einn lykilmanna Ítala, var ekki hrifinn af sokkunum og sagði að það að vera í þessum sokkum hefði verið eins og að ganga berfættur á heitum sandi. "Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta var mjög sársaukafullt. Ég er með blöðrur á báðum fótum eftir leikinn," sagði Totti. Gennaro Gattuso, miðjujaxl Ítala, var þó ekki að kaupa sokkaafsökun félaga sinna: "Ég get ekki annað en hlegið að þessari sögu um sokkana. Kenýabúar hlaupa mörg hundruð mílur berfættir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×