Sport

Cambpell reiður út í Vieira

Sol Campbell, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, er öskuvondur út í samherja sinn Patrick Vieira eftir að Frakkinn ásakaði leikmenn Englands um að spila grófan leik og kallaði þá meðal annars "svindlara" sem létu sig falla í jörðina við minnsta tilefni. Ummælin lét Viera falla eftir leik þjóðanna á sunnudag. "Ég mun spyrja hann að þessu og fá á hreint hvað hann á við," sagði Campbell í gær. "Ég talaði við hann þegar við vorum á leið til búningsklefanna eftir leikinn og þá sagði hann ekki orð," bætti Campbell við og stóð greinilega ekki á sama um þessar ásakanir samherja síns í garð enska liðsins. Bixente Lizarazu, varnarmaður franska liðsins, er einnig undrandi á ummælum Vieira og segir ensku leikmennina einfaldlega hafa varist vel. "Mér fannst ekkert að því hvernig þeir léku. Jú, þeir léku harðar en við erum vanir en dómarinn áminnti nokkra leikmenn og fannst mér það rétt í öllum tilvikunum. Englendingar gerðu ekkert rangt, þeir tækluðu einfaldlega vel," segir Lizarazu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×