Fleiri fréttir

Segjast hafa ráðist á höfuð­stöðvar Wagner-hópsins

Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans.

Versti vinnudagur í lífi bílstjórans

Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað.

Nota geitur og kindur til að sporna við skógar­eldum

Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er.

For­múlu­bíll á hrað­braut í Tékk­landi

Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla.

Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi

Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú.

Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna út­setts við­skipta­vinar

Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni.

Að minnsta kosti 41 látinn eftir kirkjubruna í Kairó

Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að eldur kviknaði í Abu Sefein kirkju í Giza á stórhöfuðborgarsvæði Kairó í Egyptalandi í morgun. Meðal hinna látnu eru tíu börn og þar að auki eru sextán slasaðir eftir brunann.

Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan

Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði.

Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét

Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana.

Freyja aflífuð vegna ágangs ferðamanna

Rostungurinn Freyja var aflífaður í morgun. Sú ákvörðun var tekin að aflífa dýrið eftir að komist var að þeirri niðurstöðu að ágengni almennings og ferðamanna væri of mikil og það skapaði hættuástand. Þrátt fyrir ítrekuð áköll hafi ferðamenn og aðrir áhugasamir ekki haldið nægilegri fjarlægð frá Freyju.

Börn tróðust undir er eldur kom upp í kirkju

Minnst 41 lét lífið og fjórtán eru slasaðir eftir að eldur kom upp í kirkju nærri Kaíró í Egyptalandi í morgun. Eldsupptök eru ekki ljós en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og borist hratt um kirkjuna.

FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn

Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af.

„Ég er hundrað prósent mannæta“

Ný heimildamynd er væntanleg þar sem fórnarlömb Armie Hammer stíga fram og lýsa hrottafengnu ofbeldi sem þessi 35 ára bandaríski leikari beitti þær.

Rushdie kominn úr öndunarvél

Salman Rushdie er kominn úr öndunarvél og farinn að tala og segja brandara. Þetta segir vinur rithöfundarins, en ráðist var á Rushdie á sviði í New York á dögunum þar sem hann ætlaði að halda fyrirlestur. Rushdie var stunginn ítrekað og fluttur á sjúkrahús.

„Byssukúlan“ sem var þrjátíu og þrjú ár á leiðinni

Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær.

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Lífríki í ám og sjó ógnað

Loftslagbreytingar, mengun og innrásartegundir í dýraríkinu valda því að dýraríkið í vötnum og sjó hefur tekið miklum breytingum á Spáni á síðustu árum.

Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum

Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda.

Myrtu níu ó­breytta borgara eftir á­flog í fangelsi

Meðlimir mexíkóska eiturlyfjahringsins Los Mexicles myrtu níu óbreytta borgara í borginni Ciudad Juárez í dag. Þeir gengu berserksgang á götum borgarinnar eftir að tveir fangar voru drepnir í fangelsi borgarinnar.

Hafa borið kennsl á á­rásar­mann Rus­hdi­e

Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn.

Gögnin inni­héldu upp­lýsingar um for­seta Frakk­lands

Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld.

Björguðu grunuðum banka­ræningja úr göngum nærri Vatíkaninu

Slökkviliðsmenn á Ítalíu björguðu í dag karlmanni sem hafði fests í göngum sem hann gróf sjálfur í Rómarborg nærri Vatíkaninu. Talið er að maðurinn hafi verið að grafa göngin til þess að ræna banka en hann festist eftir að þau hrundu.

Skaut ellefu manns til bana

Karlmaður var í dag skotinn til bana af lögreglu í borginni Cetinje í Svartfjallalandi eftir að hafa sjálfur myrt ellefu manns. Sex aðrir eru slasaðir eftir skotárásina.

Sal­man Rus­hdi­e stunginn á sviði

Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans.

Fundu mænusótt í skólpi í New York

Yfirvöld í New York hafa greitt frá því að mænusótt (e. Polio) hafi fundist í skólpkerfi borgarinnar. Það þykir til marks um að veiran sé í meiri dreifingu meðal óbólusettra í borginni en áður var talið. Áður hafði mænusótt ekki greinst í Bandaríkjunum í meira en áratug.

Samsung-prinsinn náðaður af forsetanum

Forseti Suður-Kóreu ætlar að náða Samsung-prinsinn svokallaða Lee Jae-yong, ári eftir að honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt og fyrir að múta Park Geu-hye, fyrrverandi forseta landsins. Yoon Suk Yeol ætlar einnig að náða aðra auðjöfra og með því markmiði að sporna gegn efnahagsvandræðum.

Mestu þurrkar Evrópu í fimm hundruð ár

Lítið sem ekkert hefur rignt í Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu í tæpa tvo mánuði. Veðurfræðingar búast ekki við rigningu á næstunni og hefur þurrkunum verið lýst sem þeim verstu í heimsálfunni í fimm hundruð ár.

Sameinuðu þjóðirnar uggandi eftir ítrekaðar árásir á kjarnorkuver

Rússar og Úkraínumenn benda enn hvorir á aðra vegna ítrekaðra árása á stærsta kjarnorkuver Evrópu í austurhluta Úkraínu. Árásir þessar hafa aukið á áhyggjur manna af því árásirnar leiði til stórslyss í kjarnorkuverinu sem hafi óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að svæðið í kringum kjarnorkuverið verði hlutlaust.

Voru að leita að trúnaðar­gögnum um kjarn­orku­vopn

Fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem gerðu húsleit á heimili Donald Trump í Mar a Lago í Flórída voru meðal annars að leita að trúnaðargögnum er vörðuðu kjarnorkuvopn. Þetta herma heimildir Washington Post. 

Eistar meina flestum Rússum inngöngu í land sitt

Eistland tilkynnti það í morgun að frá byrjun næstu viku mun landið meina allmörgum Rússum inngöngu í landið. Rússar sem hafa fengið vegabréfsáritun frá eistneskum yfirvöldum munu ekki lengur fá að heimsækja Eistland.

Skoða það að taka Freyju af lífi

Yfirvöld í Noregi eru nú með það til skoðunar hvort það eigi að taka rostunginn Freyju af lífi. Freyja hefur upp á síðkastið tekið sér lúr í bátum í höfnum Noregs og sökkt einhverjum þeirra í leiðinni.

Sjá næstu 50 fréttir