Fleiri fréttir

Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti

Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt.

Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir

Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir.

Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið

Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir.

Leyfir Twitter á ný

Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Andrés missir titla sína

Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Vatnið í eyranu reyndist vera kakka­lakki

Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér.

Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm

Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag.

Lögmaður Giuffre segir hana ekki munu sætta sig við fjárhagslega sátt

Virginia Giuffre mun að öllum líkindum ekki sætt sig við sátt í málinu gegn Andrési Bretaprins ef hún felur aðeins í sér fjárhagslegar skaðabætur. Lögmaður Giuffre segir hana vilja að sannleikurinn verði leiddur í ljós, fyrir sig og aðra þolendur Jeffrey Epstein.

Sýr­lenskur ofursti dæmdur fyrir glæpi gegn mann­kyni

Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sýrlenskan ofursta í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni þar sem hann starfaði í alræmdu fangelsi í sýrlensku höfuðborginni Damaskus við upphaf borgarastyrjaldarinnar.

Aldrei meira barnaníðsefni fundist á netinu

Bresku samtökin Internet Watch Foundation segja árið 2021 hafa verið það versta frá upphafi þegar kemur að barnaníð á netinu. Magn efnis þar sem börn á aldrinum sjö til tíu ára séu misnotuð hafi þrefaldast.

Hitinn víða upp undir 50 stig

Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011.

Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin

Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar.

Boris á hálum ís

Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi.

Boris John­son biðst af­sökunar á veislu­höldum í sam­komu­banni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins.

Enginn af 52 þúsund ómíkron-greindum fór á öndunarvél

Ný rannsókn sem náði til 70 þúsund einstaklinga sem greindust með Covid-19 í Kaliforníu bendir til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi vægari sjúkdóm og styttri innlögnum en önnur afbrigði veirunnar.

Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld

Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum.

Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum.

Vísindamenn anda léttar

Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur.

Telja helming Evrópubúa eiga eftir að smitast á næstu vikum

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) búast við því að meira en helmingur allra Evrópubúa muni smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum. Er það miðað við hvernig faraldurinn gengur nú yfir heimsálfuna.

Koma á út­göngu­banni í fimm milljóna borg

Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir.

Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn

Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum.

Robert Durst er dáinn

Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. 

Pútín hampar sigri í Kasakstan

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa.

Um fimm hundruð smit á Græn­landi annan daginn í röð

Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust.

Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi

Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum.

Finnar segja langtímaáhrif Covid geta orðið að stór­slysi

Stjórnvöld í Finnlandi hafa áhyggjur af langtímaáhrifum kórónuveirusjúkdómsins og velta því upp hvort afleiðingarnar geti hreinlega orðið að stórslysi fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild. Málið var kynnt á pallborðsumræðum í Finnlandi nýverið.

Sjá næstu 50 fréttir