Fleiri fréttir

Lög­reglan í Túnis ræðst inn á skrif­stofur Al Jazeera

Lögreglan í Túnis réðist inn á skrifstofur fréttastofu Al Jazeera í höfuðborginni Túnis í morgun eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og rauf þing í gær. Allir starfsmenn fréttastofunnar voru reknir út af skrifstofunum.

Loftsteinn lýsti upp skandinavíska næturhimininn

Lögregla í Svíþjóð og Noregi fékk fjölmargar tilkynningar um að loftsteinn hefði fallið til jarðar síðla kvölds síðasta laugardag. Loftsteinninn lýsti upp næturhimininn í skamma stund.

Ný rannsókn segir stafræn samskipti verri en engin samskipti

Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Otelo látinn 84 ára að aldri

Portúgalski uppreisnarleiðtoginn Otelo Saraiva de Carvalho lést í gær, 84 ára að aldri. Otelo, eins og hann er best þekktur, dó á hersjúkrahúsi í Lissabon í gær að sögn uppreisnarhópsins April Captains.

Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða

Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma.

Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi

Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum.

Á fjórða hundrað hafa fallið í á­tökum í Suður-Afríku

Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar.

Ísland enn grænt í nýju bylgjunni

Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins.

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól

Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn

Save America, pólitísk aðgerðanefnd (PAC) Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, safnaði um 75 milljónum dala á fyrri hluta þessu árs. Það samsvarar tæplega níu og hálfum milljarði króna, lauslega reiknað.

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns

Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“

Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi.

Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska

Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja.

Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega.

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Mjan­marski herinn hand­­tekur lækna þrátt fyrir met­fjölda smitaðra

Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður.

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni

Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa

Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur.

Sólmyrkvi séður úr geimnum

Sólmyrkvar hafa lengi heillað okkur mannfólkið. Allt frá því við héldum til í hellum og gera má ráð fyrir að þeir hafi hrætt fólk, til dagsins í dag þegar fólk leggur mikið á sig til að sjá sólmyrkva vel.

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville

Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum.

Útgöngubann sett á aftur í Ástralíu

Delta afbrigði kórónuveirunnar virðist nú á mikilli siglingu í Ástralíu og nú er svo komið að þrjú fjölmennustu ríki landsins hafa hert sóttvarnalögin á ný.

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Fingralauss fjallagarps saknað

Umfangsmikil leit að suður-kóreska fjallagarpinum Kim Hong-bin er í bígerð. Hans er saknað eftir að hann komst upp á topp hins 8.407 metra háa Broad Peak á landamærum Pakistans og Kína.

Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega

Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum.

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þrjátíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu í sóttkví.

Bein útsending: Bezos og áhöfn skotið út í geim

Auðjöfurinn Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ætlar að láta skjóta sér út í geim í dag. Það á að gera um borð í New Shepard geimflaug fyrirtækisins Blue Origin, sem Bezos stofnaði og á að flytja ferðamenn út í geim.

Þrettán ára drengur myrtur í skólanum

Sextán ára gamall drengur í Singapúr hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt samnemanda sinn eftir að þrettán ára gamall drengur fannst látinn á baðherbergi í skólanum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.