Fleiri fréttir

Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega.

Búa sig undir við­ræður og átök við Banda­ríkin

Kim Jong-un, leið­togi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði sam­tal og í á­tökum við Banda­ríkin á næstunni. Hann lagði þó sér­staka á­herslu á mögu­leg átök.

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá

Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

Íranir ganga að kjör­borðinu

Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn.

Evrópa grænkar á Co­vid-kortinu

Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu. 

Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran

Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi.

Sjötíu ára ráðgáta leyst um endanlegan hvíldarstað Tojo

Japanskur prófessor hefur fundið lausnina við 70 ára ráðgátu; hvíldarstað jarðneskra leifa Hideki Tojo, forsætisráðherra Japans í seinni heimstyrjöldinni. Samkvæmt gögnum í bandaríska þjóðskjalasafninu var ösku hans dreift á Kyrrahafinu að lokinni aftöku.

Taldi ráð­herra í eigin ríkis­stjórn von­lausan með öllu

Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“

Fundur forsetanna laus við „fjandskap“

Enginn fjandskapur var í viðræðum Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag, að sögn rússneska forsetans. Búist hafði verið við því að fundurinn gæti staðið yfir í allt að fimm tíma en honum lauk fyrr en áætlað var.

Rykský skyggði á reginrisann Betelgás

Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð.

Klukku­stunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna.

Nuuk ein­angruð næstu vikuna

Landsstjórn Grænlands hefur bannað allar ferðir frá höfuðborginni Nuuk og til annarra staða í landinu í tilraun til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í höfuðborginni. Þó er kannað hvort mögulegt sé að opna á ferðir frá Nuuk og til Danmerkur.

Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra

Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni.

Castillo lýsir yfir sigri í Perú

Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Perú. Andstæðingur Castillo, Keiko Fujimori, hefur sakað hann um kosningasvindl.

Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa

Ísraels­menn gerðu loft­á­rás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að í­kveikju­sprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu.

Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik

Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum.

Tveir til við­bótar smitaðir á Græn­landi

Tveir greindust smitaðir af kórónuveirunni í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærkvöldi. Báðir þeir sem smituðust tengjast fyrra hópsmiti í tengslum við verktakafyrirtækið Munck sem stendur að framkvæmdum á flugvellinum í Nuuk.

Fresta afléttingum um mánuð

Loka­skrefi í af­léttingar­á­ætlun Eng­lendinga hefur verið frestað til 19. júlí. Allar sam­komu­tak­markanir átti að af­nema þann 21. júní en vegna bak­slags í far­aldrinum var tekin ákvörðun um að bíða með það í heilan mánuð.

Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega.

Ákærður fyrir hryðjuverk vegna árásarinnar í Ontario

Ríkissaksóknari Kanada hefur gefið út ákæru vegna hryðjuverka á hendur tvítugum karlmanni sem drap fernt þegar hann ók vísvitandi á fólkið í Ontario í síðustu viku. Lögregla telur að maðurinn hafi ráðist á fólkið sem tilheyrði allt sömu fjölskyldu vegna þess að það var múslimar.

Segir Banda­ríkin hafa „helga skyldu“ til að verja Evrópu

Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þátttöku Bandaríkjanna í sameiginlegum vörnum Evrópu, Kanada og Tyrklands sem „helgri skyldu“ þeirra við upphaf leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í morgun. Lagði hann áherslu á mikilvægi bandalagsins.

G7-ríkin héldu að sér höndum um kolabruna

Engin ákvörðun var tekin um hvenær bruna á kolum verður alfarið hætt á fundi sjö helstu iðnríkja heims sem lauk í gær. Ríkið sammæltust aðeins um að hætta fjármögnun nýrra kolaorkuvera sem búa ekki yfir tækni til að binda kolefni.

Suu Kyi dregin fyrir dóm

Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi.

Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka

Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Pottaplanta selst á 2,3 milljónir króna

Níu blaða pottaplanta seldist í gær á jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna á nýsjálenskri uppboðssíðu. Um er að ræða dýrustu inniplöntu sem selst hefur á síðunni.

Sjá næstu 50 fréttir