Fleiri fréttir

Fjall­göngu­menn fá aftur að klífa E­verest

Nokkur hundruð fjallgöngumanna munu leggja leið sína að Everest-fjalli í Nepal í næsta mánuði, en fjallinu hefur verið lokað síðasta árið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi.

Rússar hægja á Twitter

Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter.

Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar

Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri.

Fundu lík í leitinni að Söruh Everard

Breskir lögregluþjónar hafa fundið lík í leitinni að Söruh Everard. Líkið fannst í skógi í Ashford, suðaustur af Lundúnum. Lögregluþjónn er grunaður um að hafa rænt henni og myrt hana en hún hvarf þann 3. mars þegar hún var á leið heim eftir heimsókn til vinafólks.

Dómur yfir kven­réttinda­bar­áttu­konu stendur ó­haggaður

Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018.

Önnur tölvuárás gerð á norska þingið

Tölvuþrjótar komust inn í tölvukerfi norska þingsins og stálu þaðan gögnum. Hálft ár er frá því að yfirvöld greindu frá annarri slíkri árás á þingið.

Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum

Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust.

Sam­komu­lag um nýja bráða­birgða­stjórn veitir vonar­glætu

Líbíuþing hefur samþykkt bráðabirgðastjórn sem ætlað er að stjórna hinu stríðshrjáða landi fram að fyrirhuguðum þingkosningum í desember næstkomandi. Litið er á málið sem mikilvægt skref í þá átt að binda endi á áratug af vopnuðum átökum og glundroða í landinu.

Lýsir yfir neyðar­á­standi á Hawa­ii vegna flóða

Gríðarlegt úrhelli síðustu daga og flóð hafa valdið talsverðri eyðileggingu á eyjum Hawaii og hefur ríkisstjórinn David Ige nú lýst yfir neyðarástandi. Búist er við að úrhellinu sloti ekki fyrr en á föstudag.

Morgan stendur við orð sín um Meghan og bætir í

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan, sem hætti í gær sem þáttastjórnandi í Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni vegna ummæla sinna um Meghan Markle, segist standa við það sem hann sagði.

Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“

Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð.

Fimm dæmdir vegna morðsins á Andrei Karlov

Dómstóll í Tyrklandi hefur dæmt fimm menn í lífstíðarfangelsi vegna aðildar sinnar að morðinu á Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, í Ankara árið 2016.

Lög­reglu­maður í London hand­tekinn vegna hvarfs Söruh E­verard

Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars.

39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis

Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis.

Heilbrigðiskerfi Brasilíu að sligast

Heilbrigðiskerfi stærstu borga Brasilíu er komið að fótum fram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Fiocruz stofnuninni.

Biden í basli á landamærunum

Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar.

Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld

Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt.

Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma.

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.

Drottningin tjáir sig um viðtalið

Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 

Hundur Joes Biden til vand­ræða og sendur burt úr Hvíta húsinu

Tveimur hundum bandarísku forsetahjónanna Joe og Jill Biden, hefur verið vísað burt úr Hvíta húsinu í Washington og þeir sendir aftur til heimilis Biden-hjónanna í Delaware. Þetta var gert í síðustu viku eftir að annar hundanna, Major Biden, sýndi af sér árásargjarna hegðun.

Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu

Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili.

98 látnir eftir sprengingarnar í Bata

Fjöldi látinna eftir sprengingarnar á herstöðinni í hafnarborginni Bata í Miðbaugs-Gíneu er nú kominn í 98. Auk þeirra slösuðust rúmlega sex hundruð manns og gæti fjöldi látinna því hækkað enn frekar þegar fram í sækir.

Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans

Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku.

Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur

Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu.

Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu

Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins.

Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar frið­helgi

Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi.

Krísu­fundir hjá konungs­fjöl­skyldunni vegna viðtalsins

Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi.

Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum.

Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum.

Bólusettir geta hist grímulausir

Fólk sem hefur verið bólusett við kórónuveirunni getur hist innandyra án þess að vera með grímu eða halda fjarlægðarmörk samkvæmt nýjum leiðbeiningum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar sem voru kynntar í dag.

Fórnarlömbum kongósks stríðsherra dæmdar metbætur

Barnahermönnum og öðrum fórnarlömbum Boscos Ntaganda, kongóska stríðsherrans, voru saman dæmdar þrjátíu milljón dollara, jafnvirði meira en 3,8 milljarða íslenskra króna, miskabætur í Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag í dag. Bæturnar eru þær hæstu sem dómstóllinn hefur dæmt til þessa.

Sjá næstu 50 fréttir