Fleiri fréttir

Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik

Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum.

Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19

Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr.

Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi

Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum.

Viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað

Í morgun var viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað á Nýja-Sjálandi. Almannavarnir gáfu í gærkvöldi út viðvörun vegna flóðbylgjuhættu sem gæti ógnað landi og höfn. Nú er hætta aðeins talin steðja að sjávarsíðunni og höfninni.

Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu

Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu.

Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland

Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna.

Þýsku leyni­þjónustunni heimilt að fylgjast með AfD

Þýska leyniþjónustan hefur breytt skilgreiningu á hægriþjóðernisflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (þ. Alternativ für Deutschland (AfD)) á þann veg að hann er nú skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing sem kunni að ógna lýðræðinu í landinu. Þessi nýja skilgreining veitir leyniþjónustunni auknar heimildir til að fylgjast með starfsemi flokksins á landsvísu.

Í reipitogi um kosningaréttinn

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210.

Á­rásin í Vet­landa ekki rann­sökuð sem hryðju­verka­á­rás

Saksóknari í Svíþjóð segir að árásin sem gerð var í sænska bænum Vetlanda í sænsku Smálöndunum í gær sé ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. 22 ára karlmaður gekk þar um í miðbæ Vetlanda og særði átta manns með eggvopni. Lögregla skaut manninn áður en hann var handtekinn, en árásin stóð yfir í alls nítján mínútur.

Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram

Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum.

Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu

Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gær að skjóta enn einni frumgerðinni af geimfarinu Starship hátt á loft og lenda henni aftur. Frumgerðin, SN10, sprakk þó í loft upp nokkrum mínútum eftir lendingu vegna elds.

Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið

Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið.

Heimsveldin og auðlindir Grænlands

Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu.

Átta sárir eftir axarárás í smábæ í Svíþjóð

Að minnsta kosti átta manns særðust þegar karlmaður gekk berserksgang í smábænum Vetlanda, um 190 kílómetra suðaustur af Gautaborg. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn hafi verið vopnaður öxi. Maðurinn var handtekinn eftir að lögreglumenn særðu hann skotsárum.

Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar

Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir.

Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni

Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum.

Öflugur skjálfti í Grikklandi

Stór jarðskjálfti varð í Grikklandi í morgun (skömmu eftir hádegi að staðartíma) en engar fregnir hafa enn sem komið er borist af mannskaða eða tjóni. Skjálftinn varð nærri bænum Larissa í miðhluta Grikklands.

Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug.

Smábarn lifði af fimmtíu metra fall

Lífsbjörg varð þegar þriggja ára gamalt barn féll af svölum á tólftu hæð húss í Hanoi, höfuðborg Víetnam, á sunnudag. Barnið féll um fimmtíu metra en sendiferðabílstjóri sem átti leið hjá náði að grípa í það áður en það skall í götuna.

Eldri Frakkar fá bóluefni AstraZeneca

Frakklandsstjórn snerist í dag hugur og ákvað að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái nú bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni.

Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands.

Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels

Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar.

Pas­hin­y­an kveðst reiðu­búinn að flýta kosningum

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar og kveðst reiðubúinn að flýta þingkosningum í landinu, sé það vilji þingsins. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir átök Armena og Asera vegna héraðsins Nagorno-Karabakh.

Skaut á al­menna borgara

Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum.

Að­stoðar­maður Lady Gaga tjáir sig um skot­á­rásina

Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag.

Tvær konur saka ríkis­stjóra New York um kyn­ferðis­lega á­reitni

Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni.

Ein sprauta dragi veru­lega úr líkum á al­var­legum veikindum

Ein sprauta af bóluefnum AstraZeneca eða Pfizer, sem bæði eru almennt gefin í tveimur skömmtum með nokkurra vikna millibili, dregur úr líkum á þörfinni á spítalainnlögn vegna Covid-19. Þetta hefur rannsókn sem gerð var á fólki yfir áttræðu í Englandi leitt í ljós.

Hafnar öllum ásökunum um misgjörðir á K2

Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje, sem ásamt hópi samlanda sinna náði fyrstur á tind K2 að vetrarlagi í janúar, fann sig í gær knúinn til að svara ásökunum gegn hópnum um ýmislegt misjafnt á leið á toppinn. Hann þvertekur meðal annars fyrir að hópurinn hafi skorið á klifurlínur í grennd við tindinn, sem fjallagarpar nota sér til aðstoðar á klifri sínu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.