Fleiri fréttir

Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann

Öfgamaðurinn Stephan Ernst hefur viðurkennt öðru sinni en nú frammi fyrir dómara í Frankfurt að hafa myrt stjórnmálamanninn Walter Lübcke, fyrrverandi ríkisstjóra þýska sambandsríkisins Hesse.

Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra

Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu.

300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút

Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar.

Neil Young höfðar mál gegn Trump

Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis.

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.

Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir

Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns,

Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár

Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð.

Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter

Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Krefst afsagnar konungs vegna máls Jóhanns Karls

Leiðtogi Katalóníu krafðist þess í dag að konungur Spánar afsalaði sér krúnunni eftir að Jóhann Karl faðir hans og fyrrverandi konungur flúði land í gær grunaður um spillingu.

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar

Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.

Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin

Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst.

Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi

Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk.

Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar

Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast.

Þrír Ólafs­vöku­gestir greindust með Co­vid

Tvö innanlandsmit hafa verið staðfest í Færeyjum og voru báðir einstaklingarnir sem greindust með Covid-19 sjúkdóminn staddir á Ólafsvöku sem fór fram í Þórshöfn um helgina.

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.