Fleiri fréttir

Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár

Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð.

Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter

Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Krefst afsagnar konungs vegna máls Jóhanns Karls

Leiðtogi Katalóníu krafðist þess í dag að konungur Spánar afsalaði sér krúnunni eftir að Jóhann Karl faðir hans og fyrrverandi konungur flúði land í gær grunaður um spillingu.

Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar

Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum.

Rannsókn WHO á uppruna Covid hafin

Meðlimir rannsóknarteymis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa átt í ítarlegum viðræðum við vísindamenn í Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran uppgötvaðist fyrst.

Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi

Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk.

Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar

Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast.

Þrír Ólafs­vöku­gestir greindust með Co­vid

Tvö innanlandsmit hafa verið staðfest í Færeyjum og voru báðir einstaklingarnir sem greindust með Covid-19 sjúkdóminn staddir á Ólafsvöku sem fór fram í Þórshöfn um helgina.

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Reni Santoni látinn

Bandaríski kvikmynda- og sjónvarpsleikarinn Reni Santoni lést 1. ágúst síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Fundust heilir á húfi á eyði­eyju

Þremur míkrónesískum sjómönnum sem strönduðu á örsmárri eyðieyju í vestur-Kyrrahafi var bjargað eftir að björgunarsveitamenn komu auga á SOS-merki sem þeir höfðu skrifað í sandinn á strönd eyjarinnar.

Milljónum aftur gert að halda sig heima

Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið.

Tony Blair segir John Hume hafa talað í sig kjark

John Hume sem var einn aðalhvatamaðurinn að föstudagsins langa friðarsamkomulaginu á Norður Írlandi er látinn. Tony Blair segir Hume hafa talað í hann kjark til að ná fram friðarsamningum.

Sér­fræðingar undir stjórn WHO leita upp­runa Co­vid-19

Frumrannsókn sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og frá Kína hafa lokið frumathugun á uppruna Covid19 veirunnar. Nú er að hefjast viðameiri rannsókn til að finna nákvæmlega hvar veiran flutti sig úr dýrum í menn.

Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls

Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag.

Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir

Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi.

Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár

Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.