Fleiri fréttir

Stefna á að prófa 100 þúsund á dag fyrir veirunni

Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að á morgun verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag.

Trump stöðvar lokun sláturhúsa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins.

Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn

Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn.

Enn ekkert sést til Kim Jong-un

Enn hefur ekkert sést til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og sögusagnir um að hann sé látinn eða í lífshættu eru enn á kreiki.

Banna farþegaflug til og frá Argentínu fram í september

Ríkisstjórn Argentínu hefur bannað allt millilanda- og innanlandsflug með farþega vegna kórónuveirufaraldursins til 1. september. Samtök flugfélaga segja að þúsundir manna gætu misst vinnuna fyrir vikið og alþjóðleg flugmálayfirvöld segja aðgerðirnar brot á samningum.

Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19

Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins.

Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum.

Tom Hagen neitar sök

Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök.

Metfjöldi nýrra smita í Rússlandi

Smituðum í Rússlandi hefur aldrei fjölgað meira á milli daga en í dag. Alls voru staðfest 6.411 tilfelli af Covid-19 smitum á milli daga og í heildina hafa minnst 93.558 smitast í þar í landi.

Fordæma meðferð á föngum í El Salvador

Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina.

Ástandið fer versnandi í Brasilíu

Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar.

Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn

Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lorenskógi á leið til vinnu í morgun.

WHO: Faraldrinum fjarri því lokið

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að kórónuveiruheimsfaraldrinum sé hvergi nærri lokið. Hann lýsir djúpum áhyggjum af áhrifum faraldursins á heilbrigðisþjónustu, sérstaklega fyrir börn.

Staðfest smit orðin fleiri í Rússlandi en Kína

Rúmlega 87.000 manns hafa nú greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru í Rússlandi og eru staðfest smit þar nú orðin fleiri en í Kína ef marka má opinberar tölur. Vladímír Pútín forseti hefur ekki gefið út hvort að útgöngubann verði framlengt.

Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax

Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar.

Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi

Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna.

Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin

Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið.

Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn

Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina.

Kínverjar hafna því að þeir stundi upplýsingafals um veiruna

Utanríkisráðuneyti Kína þvertekur fyrir að ríkisstjórnin þar dreifi nú fölskum upplýsingum kórónuveiruna og fullyrðir að hún sé sjálf fórnarlamb upplýsingafals. Umtalsverðar vísbendingar eru sagðar um leynilega samfélagsmiðlaherferð kínverskra stjórnvalda í tengslum við faraldurinn í skýrslu Evrópusambandsins.

Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi

Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun.

Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin

Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda.

Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana

Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis.

Veiran greindist í minkum í Hollandi

Búið er að loka vegi sem liggur nálægt búunum til að minnka líkurnar á að minkarnir smiti út frá sér. Það er þó talið ólíklegt að dýr geti smitað mannfólk af veirunni.

Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra.

Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar

Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir