Fleiri fréttir

Skilnaður skekur bresku konungs­fjöl­skylduna

Barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, Peter Phillips, sonur Önnu prinsessu og fyrrverandi eiginmanns hennar Mark Phillips, er að skilja að borði og sæng við eiginkonu sína Autumn.

Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara

Stormurinn, sem færir sig nú austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu til margra ríkja með þeim afleiðingum að tugir þúsunda eru nú án rafmagns og víða dæmi um miklar samgöngutruflanir.

Vopnaðir her­menn ruddust inn í þing­húsið í El Salvador

Þungvopnaður hópur lögreglu- og hermanna ruddist í nótt inn í þinghúsið í El Salvador og krafðist þess að þingmenn samþykki lán upp á rúmar hundrað milljónir Bandaríkjadala sem fara á í kaup á vopnum og búnaði til þeirra.

Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt

43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur.

Fengu loks að yfir­gefa skipið eftir fjóra daga

Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong.

Segir ó­víst að Biden þoli að vera í tap­sæti í mánuð

Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð.

„Buttigieg er enginn Obama“

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa.

Breskur maður greindur með Wu­han-veiruna á Mallor­ca

Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna.

Þrír stærstu flokkarnir hníf­jafnir

Þrír stærstu flokkarnir á Írlandi, Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin eru allir með um 22% fylgi í þingkosningum til neðri deildar samkvæmt útgönguspám.

Hermaðurinn skotinn til bana

Taílenski hermaðurinn Jakraphanth Thomma, sem myrti 26 manns þegar hann gekk berserksgang í taílensku borginni Nakhon Ratchasima í gær, hefur verið skotinn til bana

Sjá næstu 50 fréttir