Fleiri fréttir

Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson

Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist.

SÞ ítreka ákall um vopnahlé í Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar ítrekuðu í dag ákall sitt um vopnahlé í Sýrlandi. Forseti Tyrklands vill ekki semja við Kúrda og krefst þess að þeir leggi niður vopn sín í kvöld.

Trump tístir sem aldrei fyrr

Í dag hefur Donald Trump verið forseti Bandaríkjanna í 1.000 daga. Hann hefur aldrei verið virkari á Twitter og er að slá eigin met. Auli, hálfviti og trúður eru á meðal algengustu orðanna í búri forsetans.

Johnson verður að gefa eftir

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni.

Hætta að selja Tyrkjum vopn

Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins.

Þriðja hvert barn vannært

Eitt af hverjum þremur börnum undir fimm ára aldri býr við vannæringu og tvöfalt fleiri við lélegt mataræði. Þetta segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands

Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja.

Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa

Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands segir að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum landsins hefðu getað átt við próf á íþróttamönnum.

Trump ræddi við Erdogan í síma

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar.

Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast

Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu.

Ráðherra segir dóminn yfir Katalónunum pólitískan

Níu leiðtogar katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fengu fangelsisdóma í morgun. Ráðherra utanríkismála í Katalónsku héraðsstjórninni segir grafið undan stoðum lýðræðis og mannréttinda á Spáni.

Trump boðar við­skipta­þvinganir gegn Tyrkjum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum.

Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson

Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir