Fleiri fréttir

Annar uppljóstrari stígur fram

Mark Zaid, lögmaður uppljóstrarans sem greindi frá samskiptum Donald Trump Bandaríkjaforseta og erlends þjóðarleiðtoga segir annan uppljóstrara hafa stigið fram í málinu.

Ginger Baker látinn

Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn.

Alvarlegar ásakanir Harrys á hendur götublöðunum

Harry Bretaprins heldur því fram að bresk götublöð hafi leynt eða eytt sönnunargögnum um það hvernig þau komust yfir upplýsingar um hann, vini hans og ráðgjafa með ólöglegum aðferðum.

Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað

Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna.

Grunaður ISIS-liði handtekinn nærri Madríd

Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var handtekinn í bænum Parla nærri spænsku höfuðborginni Madríd vegna gruns um að tilheyra hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, ISIS.

Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó

Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar.

Myrti fjóra á götum New York

Lögreglan í New York var aðfaranótt laugardags kölluð til Chinatown-hverfis borgarinnar þar sem að maður hafði gengið berserksgang og myrt fjóra heimilislausa menn með barefli.

Bretaprins höfðar mál gegn the Sun

Hertoginn af Sussex, Harry Bretaprins, hefur fetað í fótspor eiginkonu sinnar, Meghan Markle, og hefur höfðað mál gegn eigendum fjölmiðlanna the Sun, the Daily Mirror og blaðinu News of the World, sem lagði upp laupana 2011, vegna meintra innbrota í síma prinsins.

Enn á ný er kosið í Túnis

Túnisbúar, sem kröfðust frjálsra kosninga í uppreisn árið 2010, hafa ef til vill ekki gert ráð fyrir svo mörgum kosningum. Á sunnudag 6. október, munu þeir kjósa nýtt þing.

Staðfest að Bernie Sanders fékk hjartaáfall

Frambjóðandinn í forvali Demókrata kenndi sér meins fyrir brjósti á þriðjudag. Hann segist ætla að hvíla sig í stuttan tíma áður en hann kemur aftur til starfa.

Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden

Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Offita tengd mikilli skjánotkun

Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka.

Yfirvöld Hong Kong banna grímur

Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum.

Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi

Rasmus Dahlberg, doktor við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir nái saman um að koma upp flotastöð fyrir Bandaríkjaher í suðurhluta Grænlands. Dahlberg flutti fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í gær um stöðu mála á norðurskautssvæðinu, varnarmál og björgunarmál.

Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons

Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit.

Sjá næstu 50 fréttir