Erlent

Ginger Baker látinn

Sylvía Hall skrifar
Baker á tónleikum árið 2016.
Baker á tónleikum árið 2016. Vísir/Getty
Trommarinn Ginger Baker, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Cream, er látinn 80 ára að aldri. Í færslu á Facebook-síðu hans kemur fram að hann hafi látist á „friðsælan hátt“ í morgun eftir alvarleg veikindi.Peter Edward „Ginger“ Baker var einn stofnenda hljómsveitarinnar Cream ásamt bassaleikaranum Jack Bruce og gítarleikaranum Eric Clapton. Allir sáu þeir um sönginn. Sveitin var stofnuð árið 1966 en áður höfðu þeir allir verið í vinsælum hljómsveitum. Þriðja plata sveitarinnar, Wheels of Fire, sem kom út árið 1968, var fyrsta tvöfalda platan sem náði platínusölu á heimsvísu.Sama ár og hljómsveitin gaf út Wheels of Fire hætti hún störfum og gaf í kjölfarið út sína síðustu plötu árið 1969. Sveitin kom svo stuttlega saman aftur árið 2005 sem endaði með ósköpum þegar Baker og Bruce lentu í útistöðum á miðjum tónleikum í New York. 

Baker hafði búið víða um heim, þar á meðal á Ítalíu, Bandaríkjunum, Nígeríu og Suður-Afríku. Árið 2008 var hann búsettur í Suður-Afríku og var svikinn af bankastarfsmanni sem hann hafði ráðið til starfa. Starfsmaðurinn hafði af honum hátt í fimm milljónir íslenskra króna.Þá hafði hann glímt við ýmis veikindi undanfarin ár. Í viðtali árið 2009 sagði Baker þjáningarnar vera hefnd guðs fyrir skapvonsku og ódæði fortíðarinnar og almættið ætlaði að halda honum á lífi með „eins mikinn sársauka og hann gæti“.„Ég var einu sinni illkvittinn. Ég eyðilagði upptökur vísvitandi með skapi mínu og reiddist við minnsta tilefni,“ sagði Baker í viðtali árið 1970.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.