Fleiri fréttir

Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata

Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum.

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir

Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Forsetaframbjóðandi tilkynnti tíst til FBI

Beto O'Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, olli töluverðum usla í kappræðum flokksins aðfaranótt föstudags.

Taka niður umdeilda styttu

Borgarráð í Prag ákvað á fimmtudag að taka niður styttu af sovéska herforingjanum Ivan Konev.

Stormur stefnir á Bahamaeyjar á ný

Fimmtíu eru látin og þréttan hundruð hið minnsta er enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir eyjarnar í upphafi mánaðar. Nú er björgunarstarf í hættu því hitabeltisstormur stefnir á eyjarnar.

Samkomulag í höfn í Færeyjum

Náðst hefur samkomulag milli leiðtoga Fólkaflokksins, Miðflokksins og Sambandsflokksins í Færeyjum um myndun nýrrar landsstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar.

Vill að Suður-Ítalía fái sérstöðu

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, ætlar að biðja Evrópusambandið um að suðurhluti landsins fái sérstöðu hvað varðar styrki og fleira.

Bakslag í viðræðurnar

Bakslag er komið í stjórnarmyndunarviðræður Fólkaflokksins, Sambandsflokksins og Miðflokksins í Færeyjum. Flokkarnir þrír felldu stjórnina í þingkosningum sem fram fóru 31. ágúst síðastliðinn.

Ekkert reist af nýjum veggjum

Hæstiréttur í Bandaríkjunum féllst í nótt á að heimila ríkisstjórninni að draga verulega úr möguleikum flóttafólks á að sækja um hæli. Iðnaðarmenn reisa nú háan vegg á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó.

Þrír nýir ráðherrar í Svíþjóð

Stefan Löfven skipaði þrjá nýja ráðherra í ríkisstjórn Svíþjóðar. Efst á blaði er Ann Linde sem tekur við sem utanríkisráðherra af Margot Wallström.

Meiri stuðningur við sjálfstæði Skotlands

Stuðningur við sjálfstætt Skotland hefur aukist eftir að Boris Johnson varð forsætisráðherra Bretlands. Fátt virðist geta komið í veg fyrir stórsigur Skoska þjóðarflokksins á breska þinginu ef kosningar verða haldnar á næstunni.

Sjá næstu 50 fréttir