Fleiri fréttir

Banvænt vatn á Gaza

Drykkjarvatn á Gaza er svo mengað að það er banvænt. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Barnaheill og Læknahjálp Palestínumanna.

Ray Winstone í Noah

Bresk leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrrihugarði stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu.

Segja glæpi gegn mannkyninu framda í Sýrlandi

Samtökin Amnesty International segja að stjórnarhermenn í Sýrlandi og dauðasveitir á vegum stjórnvalda hafi framið glæpi gegn mannkyninu í þeim átökum sem geisað hafa í landinu undanfarna mánuði.

Sprenging í stálveri kostar 11 manns lífið

Mjög öflug sprenging í indversku stálveri hefur kostað a.m.k. 11 manns lífið og 16 aðrir starfsmenn versins liggja á gjörgæsludeild. Sumir þeirra slösuðu eru svo illa farnir að búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka.

NASA sendir öflugan sjónauka á braut um jörðu

Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur skotið á loft nýjum öflugum sjónaukagervihnetti sem er ætlað að rannsaka svarthol og hvernig stjörnur sem springa stuðla að myndun alheimsins.

Minnst 65 látnir eftir árásirnar

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim.

Áttatíu taldir af

Talið er að yfir áttatíu hafi látist í aurskriðu sem varð í kjölfar tveggja jarðskjálfta í norðurhluta Afganistans á mánudag. Hluti fjalls í Baghlan-héraði féll ofan á heilt þorp og gróf það. 24 hús voru í þorpinu og skriðan gróf 23 þeirra. Ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi úr þessu. Tvö lík hafa fundist til þessa.

Svefn lengir lífið

Svefnleysi getur skaðað fleira en frammistöðu þína í vinnunni, samkvæmt nýrri rannsókn sem samtök svefnsérfræðinga (the Associated Professional Sleep Societies) kynntu í Boston á mánudag. Samkvæmt niðurstöðum samtakanna eru þeir sem sofa í sex klukkutíma eða minna um nætur líklegri en aðrir til að fá heilablóðfall.

Íslandsvinur segir skattadóm hafa eyðilagt feril sinn

Norski listmálarinn og Íslandsvinurinn fyrrverandi Odd Nerdrum segir að dómurinn sem hann fékk fyrir skattsvik í fyrra hafi eyðilagt feril hans. Nerdrum hefur ekki selt eitt einasta málverk frá því í ágúst í fyrra og kennir dóminum um.

ESB ætlar að banna allt brottkast á fiskimiðum sínum

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um nýjar og hertar reglur sem eiga að koma í veg fyrir brottkast á fiski á miðum sambandsins. Bannað verður með öllu að kasta fiski frá borði og þung viðurlög verða sett við slíku.

Tæplega 130 handteknir eftir fótboltaslagsmál í Varsjá

Alls voru tæplega 130 manns handteknir á götum Varsjár í gærkvöldi og 11 liggja slasaðir á sjúkrahúsi eftir mikil slagsmál milli stuðningsmanna pólsku og rússnesku landsliðanna á Evrópumótinu í fótbolta.

Ísland er friðsælasta ríki heimsins

Ísland er sem fyrr friðsælasta ríki heimsins. Raunar var heimurinn friðsælli í fyrra en hann var árið áður þrátt fyrir átökin í Sýrlandi.

Stór rotta réðist á farþega í lest í New York

Rannsókn er hafin á umfangi meindýra sem hrjá farþega sem ferðast með járnbrautakerfi New York borgar. Rannsóknin var ákveðin eftir að stór rotta réðist nýlega á fertuga konu sem var farþegi í einni lestinni.

Tvíhleypt vélbyssa stjarnan á vopnasýningu

Vopnaverksmiðja í Ísrael hefur hannað og smíðað nýja tegund af vélbyssu sem er með tvöfalt hlaup og þar af leiðandi tvöfaldan skotkraft á við aðrar vélbyssur.

Útblástur díselvéla veldur krabbameini

Ný rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýnir að enginn vafi leikur á því að útblástur díselvéla veldur krabbameini. Aðallega er um krabbamein í lungum að ræða og sennilega einnig í þvagblöðru.

Fordæma árásir á fólk í Sýrlandi

Forsætisráðherrar Norðurlandanna fordæma árásir á óbreytta borgara í Sýrlandi. Þetta var samþykkt á fundi þeirra í Norður-Noregi.

Tugþúsundir mótmæltu Pútín

Tugir þúsunda mótmælenda komu saman í Moskvu í gær til að mótmæla Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Daginn áður hafði lögreglan gert húsleit hjá tíu leiðtogum stjórnarandstöðunnar og þeim var gert að mæta til yfirheyrslu á sama tíma og mótmælin í gær voru áformuð.

Komið í veg fyrir einkarétt Kína

Grænlenska landsstjórnin mun ásamt Evrópusambandinu, ESB, undirrita í Nuuk í dag yfirlýsingu sem á að tryggja að Kínverjar fái ekki einkarétt á sölu fjölda mikilvægra bergtegunda í landgrunni Grænlands, heldur verði þær boðnar út á frjálsum markaði.

"Fólk bregst ekki við fyrr en það sér lík“

Gríðarleg hungursneyð vofir yfir Vestur-Afríku, en þar hafa rigningar brugðist, miklir þurrkar herjað á íbúa og ítrekaður uppskerubrestur fylgt í kjölfarið. Héðinn Halldórsson er á svæðinu og segir viðbrögð við ástandinu langt frá því að vera nógu hröð.

Borgarastyrjöld sögð skollin á í Sýrlandi

Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið í Sýrlandi nú þannig að þar sé hafin borgarastyrjöld. Ráðist var á bílalest eftirlitsmanna SÞ við bæinn al-Haffa í gær. Hermenn Assads sagðir bera fyrir sig börn og sagðir hafa pyntað þau og myrt.

Gripið inn í ef vínlykt finnst af foreldrum

Níu af hverjum tíu leikskólakennurum í Danmörku ræða við foreldra sem áfengislykt er af, að minnsta kosti ef það kemur fyrir nokkrum sinnum. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum sambands danskra sveitarfélaga. Alls tóku 253 leikskólakennarar þátt í könnuninni.

Embættismenn pissi sitjandi

Vinstri flokkurinn í Sörmland í Svíþjóð leggur til að karlkyns embættismenn verði skyldaðir til að sitja þegar þeir kasta af sér vatni á salernum lénsþingsins.

Bretar virðast á móti reglum

Ráðamenn í Bretlandi virðast hafa reynt markvisst að veikja eða koma í veg fyrir setningu sam-evrópskra reglugerða til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það sýna skjöl sem lekið hefur verið og breska blaðið Guardian segir frá.

Nóbelsverðlaunin lækkuð um 20%

Forráðamenn Nóbelsverðlaunanna hafa ákveðið að lækka peningagreiðsluna sem fylgir Nóbelsverðlaununum um 20% eða niður í 8 milljónir sænskra kr.

Lækkun á mörkuðum í lok dags

Neyðarlán Spánverja frá Evrópusambandinu hefur veitt bæði Spáni og evrusvæðinu öllu aukinn tíma til að takast á við vandamálin sem steðja að. Þetta sögðu spænskir fjölmiðlar í gær, en jafnframt sögðu þeir flestir að neyðarlánið væri aðeins fyrsta skrefið í endurbyggingu hagkerfisins í landinu.

Karadzic vill frávísun í Haag

Radovan Karadzic, sem var leiðtogi Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, krefst þess að máli á hendur honum verði vísað frá. Hann er ákærður fyrir þjóðarmorð og ýmsa aðra stríðsglæpi fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Stuðningur við evruna eykst

Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån. Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já.

Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi

Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu.

SÞ kalla heim frá Mjanmar

Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir