Erlent

Fordæma árásir á fólk í Sýrlandi

Jóhanna Sigurðardóttir sótti fund forsætisráðherra Norðurlandanna 10. og 11. þessa mánaðar.
Jóhanna Sigurðardóttir sótti fund forsætisráðherra Norðurlandanna 10. og 11. þessa mánaðar.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna fordæma árásir á óbreytta borgara í Sýrlandi. Þetta var samþykkt á fundi þeirra í Norður-Noregi.

Í ályktun ráðherranna eru fjöldamorðin í Houla og Qubayr sögð algjörlega óviðunandi. Áframhaldandi árásir sýni að sýrlensk stjórnvöld hafi að engu friðaráætlun Kofi Annan á vegum Sameinuðu þjóðanna. Kalla eigi árásarmenn til ábyrgðar.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×