Erlent

NASA sendir öflugan sjónauka á braut um jörðu

Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur skotið á loft nýjum öflugum sjónaukagervihnetti sem er ætlað að rannsaka svarthol og hvernig stjörnur sem springa stuðla að myndun alheimsins.

Ný tækni gerir það að verkum að þessir sjónaukar eru tífalt öflugri en aðrir sem eru á braut um jörðu. Gervihnettinum sem ber heitið NuSTAR var komið á braut um jörðu með Pegasus eldflaug sem fyrst var flutt í mikla hæð með sérhannaðri flutningavél. Þessi aðferð er mun ódýrari en að skjóta gervihnöttum á loft með eldflaug frá jörðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×