Erlent

Segja glæpi gegn mannkyninu framda í Sýrlandi

Samtökin Amnesty International segja að stjórnarhermenn í Sýrlandi og dauðasveitir á vegum stjórnvalda hafi framið glæpi gegn mannkyninu í þeim átökum sem geisað hafa í landinu undanfarna mánuði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna. Þar segir að óvopnað fólk sé myrt, bæði fullorðnir og börn, mikið sé um misþyrmingar og heimili fólks séu eyðilögð.

Samtökin telja brýnt að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða sem dugi til að stöðva þessi voðaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×