Borgarastyrjöld sögð skollin á í Sýrlandi 13. júní 2012 01:00 Þessi mynd birtist í gær og er sögð sýna mótmæli í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands á sunnudag. Mótmælin hafa beinst gegn Rússum, sem eru helstu bandamenn Assads forseta. fréttablaðið/ap Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið í Sýrlandi nú þannig að þar sé hafin borgarastyrjöld. Ráðist var á bílalest eftirlitsmanna SÞ við bæinn al-Haffa í gær. Hermenn Assads sagðir bera fyrir sig börn og sagðir hafa pyntað þau og myrt. Ráðist var að bílalest eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna þegar þeir reyndu að komast inn í bæinn al-Haffa í Sýrlandi í gær. Hópur fólks gerði aðsúg að bílalestinni og kastaði grjóti og járnstöngum að henni auk þess sem skotið var á hana. Herve Ladsous, aðstoðaryfirmaður friðargæslu SÞ, sagði aðspurður í gær að hann teldi að nú mætti segja að borgarastyrjöld væri brostin á í landinu. „Það sem er að gerast er að stjórnvöld í Sýrlandi hafa tapað yfirráðum yfir stórum hlutum landsins, mörgum borgum, yfir til uppreisnarmanna og vilja nú ná völdum aftur.“ Áður höfðu bæði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og Kofi Annan, sérstakur erindreki í málefnum Sýrlands, lagt áherslu á að eftirlitsmenn fengju óheftan aðgang að bænum þar sem framin voru fjöldamorð fyrr í vikunni og átök eru sögð hafa harðnað. Reuters-fréttastofan hefur eftir einum uppreisnarmannanna í bænum að ástandið sé skelfilegt. „Gleymið vopnunum, fólk þarf lyf og mat. Eins og þið vitið er stríðsástand í Sýrlandi. Herinn gæti ráðist inn í Haffa á nokkrum mínútum en þeir reyna í staðinn að leggja bæinn í rúst.“ Þá sýnir ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var í Öryggisráðinu á mánudag, að börn hafi verið myrt, pyntuð, handtekin og fangelsuð í átökunum í Sýrlandi. Börn hafi verið beitt harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Þá séu þess dæmi að börnin hafi verið notuð sem vörn í árásum. Radhika Coomaraswamy, fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ í málefnum barna og hernaðarátaka, flutti Öryggisráðinu skýrsluna. Hún segir óvenjulegt að börn séu tekin höndum, þau pyntuð og myrt. Slíkt sjáist ekki víða og sé hræðilegt. Tekin voru viðtöl við fjölda barna og fyrrverandi hermenn í stjórnarhernum vegna skýrslugerðarinnar. Samkvæmt skýrslunni eru líka dæmi um að uppreisnarmenn hafi látið börn berjast. Bandaríkjastjórn sagði í gær að rússnesk stjórnvöld væru að senda Bashar al-Assad og stjórnvöldum hans herþyrlur. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að þyrlunar myndu auka átökin í landinu gríðarlega mikið. Hún kallaði eftir því að Rússar hjálpuðu frekar til við að koma á pólitískri lausn á málinu. Þá sögðu Bandaríkjamenn að þeir óttuðust að sýrlensk stjórnvöld væru að skipuleggja frekari fjöldamorð í al-Haffa. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið í Sýrlandi nú þannig að þar sé hafin borgarastyrjöld. Ráðist var á bílalest eftirlitsmanna SÞ við bæinn al-Haffa í gær. Hermenn Assads sagðir bera fyrir sig börn og sagðir hafa pyntað þau og myrt. Ráðist var að bílalest eftirlitsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna þegar þeir reyndu að komast inn í bæinn al-Haffa í Sýrlandi í gær. Hópur fólks gerði aðsúg að bílalestinni og kastaði grjóti og járnstöngum að henni auk þess sem skotið var á hana. Herve Ladsous, aðstoðaryfirmaður friðargæslu SÞ, sagði aðspurður í gær að hann teldi að nú mætti segja að borgarastyrjöld væri brostin á í landinu. „Það sem er að gerast er að stjórnvöld í Sýrlandi hafa tapað yfirráðum yfir stórum hlutum landsins, mörgum borgum, yfir til uppreisnarmanna og vilja nú ná völdum aftur.“ Áður höfðu bæði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og Kofi Annan, sérstakur erindreki í málefnum Sýrlands, lagt áherslu á að eftirlitsmenn fengju óheftan aðgang að bænum þar sem framin voru fjöldamorð fyrr í vikunni og átök eru sögð hafa harðnað. Reuters-fréttastofan hefur eftir einum uppreisnarmannanna í bænum að ástandið sé skelfilegt. „Gleymið vopnunum, fólk þarf lyf og mat. Eins og þið vitið er stríðsástand í Sýrlandi. Herinn gæti ráðist inn í Haffa á nokkrum mínútum en þeir reyna í staðinn að leggja bæinn í rúst.“ Þá sýnir ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna, sem kynnt var í Öryggisráðinu á mánudag, að börn hafi verið myrt, pyntuð, handtekin og fangelsuð í átökunum í Sýrlandi. Börn hafi verið beitt harðræði og kynferðislegu ofbeldi. Þá séu þess dæmi að börnin hafi verið notuð sem vörn í árásum. Radhika Coomaraswamy, fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ í málefnum barna og hernaðarátaka, flutti Öryggisráðinu skýrsluna. Hún segir óvenjulegt að börn séu tekin höndum, þau pyntuð og myrt. Slíkt sjáist ekki víða og sé hræðilegt. Tekin voru viðtöl við fjölda barna og fyrrverandi hermenn í stjórnarhernum vegna skýrslugerðarinnar. Samkvæmt skýrslunni eru líka dæmi um að uppreisnarmenn hafi látið börn berjast. Bandaríkjastjórn sagði í gær að rússnesk stjórnvöld væru að senda Bashar al-Assad og stjórnvöldum hans herþyrlur. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að þyrlunar myndu auka átökin í landinu gríðarlega mikið. Hún kallaði eftir því að Rússar hjálpuðu frekar til við að koma á pólitískri lausn á málinu. Þá sögðu Bandaríkjamenn að þeir óttuðust að sýrlensk stjórnvöld væru að skipuleggja frekari fjöldamorð í al-Haffa. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent