Erlent

Vinstrimenn sigruðu í frönsku þingkosningunum

Úrslitin styrkja mjög stöðu Hollande í embætti forseta landsins.
Úrslitin styrkja mjög stöðu Hollande í embætti forseta landsins.
Vinstrimenn í Frakklandi unnu sigur í fyrri umferð þingkosninganna þar í landi sem haldnar voru um helgina.

Sósíalistaflokkurinn og samstarfsflokkur þeirra Græningjar fengu samtals 47% atkvæða. Hægrifylking Nicolas Sarkozy fyrrum forseta fékk hinsvegar aðeins 34%. Það verða því vinstrimenn sem mynda nýjan meirihluta á franska þinginu. Úrslitin munu styrkja mjög stöðu Francois Hollande í embætti forseta landsins.

Það var hinsvegar þjóðernisflokkur Marine le Pen sem bætti við sig mestu fylgi, fór úr 4% árið 2007 og í rúmlega 13% í þessum kosningum.

Í fréttum í evrópskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að kosningaþátttaka var mjög dræm eða aðeins 57%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×