Erlent

SÞ segir að borgarastríð sé skollið á í Sýrlandi

Yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir að borgarastríð geisi nú í Sýrlandi og að ríkisstjórn landsins hafi misst stjórnina í hluta af mörgum borgum landsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir opinberlega að borgararstríð sé skollið á í Sýrlandi.

Í frétt um málið á BBC segir að yfirmaðurinn hafi þar að auki sagt að sala Rússa á árásarþyrlum til Sýrlands gæti magnað átökin mjög hratt. Rússar segja aftur á móti að þyrlusalan hafi ekkert með átökin í landinu að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×