Erlent

Chavez býður sig fram til forseta í þriðja sinn

Hugo Chavez hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til forsetaembættisins í Venesúela í þriðja sinn.

Tugir þúsunda manna fögnuðu þessari ákvörðun Chavez fyrir utan kosningaskrifstofu hins opinbera í höfuðborginni Caracas í gærdag.

Chavez hefur glímt við krabbamein lengi og lítið látið á sér bera opinberlega síðan í fyrra. Hann sótti sér lækningu við krabbameininu til Kúbu. Því var ekki ljóst hvort hann hefði heilsu til að bjóða sig fram.

Chavez segir að ný læknisskoðun sýni hinsvegar að hann sé nægilega heilsuhraustur til að sækjast aftur eftir forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×