Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla ákveðin á Falklandseyjum

Íbúar á Falklandseyjum munu ganga til þjóðaatkvæðgreiðslu á næsta ári um hvort þeir vilji tilheyra Bretlandseyjum áfram eða Argentínu.

Heimastjórn eyjanna sagði frá þessari atkvæðagreiðslu í gærdag en skammt er í að 30 ár séu liðin frá árás Argentínumanna á eyjarnar. Breski flotinn náði þá að hrekja argentínska herinn frá eyjunum á næstu 30 dögum.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að með þjóðaatkvæðagreiðslunni vilji heimstjórnin staðfesta í eitt skipti fyrir öll að það sé vilji eyjarbúa að tilheyra Bretum. Tilkynningin um þjóðaratkvæði kemur á þeim tíma þegar samskipti Breta og Argentínumanna hafi ekki verið verri síðan í stríðinu sumarið 1982.

Argentínumenn hafa sett hafnarbann á bresk flutningaskip þar í landi og krefjast þess að fá full yfirráð yfir eyjunum. Falklandseyjar hafa hinsvegar verið undir breskum yfirráðum síðan árið 1833. Undan ströndum þeirra hefur nýlega fundist mikið magn af olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×