Erlent

Banvænt vatn á Gaza

BBI skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Drykkjarvatn á Gaza er svo mengað að það er banvænt. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Barnaheill og Læknahjálp Palestínumanna.

Gaza hefur nú verið í herkví í fimm ár og aðeins er hægt að yfirgefa svæðið á tveimur stöðum. Holræsakerfið á svæðinu er gersamlega ónýtt og eina uppspretta ferskvatns er svo menguð að hún er hættuleg heilsu manna. Fjölskyldur neyðast til að kaupa vatn af einkaaðilum sem er alla jafna um tíu sinnum óhreinna en öryggisviðmið segja til um.

Börn neyðast því til að drekka hættulegt vatn sem veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur niðurgangi sem getur leitt til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×