Erlent

Tekur við Nóbelsverðlaunum, 21 ári eftir að hún fékk þau

Aung Suu Kyi leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma fær loksins tækifæri á laugardaginn kemur til að taka við friðarverðlaunum Nóbels 21 ári eftir að hún hlaut verðlaunin.

Í millitíðinni hefur Suu Kyi dvalið meir og minna í stofufangelsi í heimalandi sínu. Verðlaunin fékk hún á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

Suu Kyi er nú í 16 daga heimsón til nokkurra Evrópulanda en þetta er aðeins í annað sinn síðan árið 1988 að hún getur yfirgefið Búrma.

Auk Nóbelsverðlaunana mun hún einnig taka við friðarverðlaunum Evrópuþingsins sem hún hlaut árið 1991 eða sama ár og Nóbelsverðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×