Fleiri fréttir

Ásakanirnar hafa gengið á víxl

Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana.

Neyddi félaga sinn til að dansa "moonwalk“

Maður í Idaho í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hann neyddi annan mann til að framkvæma dansspor sem Michael Jackson gerði frægt á sínum tíma.

Kung Fu naggrís réðst á hunda

Kona í Slóvakíu trúði vart eigin augum þegar naggrís réðst á hundana hennar. Hún segir að litla dýrið hafi hoppar til og frá og sparkað að hundunum eins og karatemaður.

Roosevelt er framhjóladrifin hetja

Rétt eins og nafni sinn neyðist merkjakolinn Roosevelt að nota hjólastól. Það var þó ekki mænusótt sem orsakaði ástand hans. Hann fæddist með vanskapaða framfætur.

Hver á ekki heima á þessari mynd?

Umhverfisráðherra Svíþjóðar fékk óvæntan gest þegar hún hélt matarboð fyrr í vikunni. Ráðamenn í Svíþjóð fengu boð en svo virðist sem að boðskort fyrrverandi landbúnaðarráðherra landsins hafi ekki borist réttum aðila.

Árásir gerðar á ritstjórnarskrifstofur í Nígeríu

Að minnsta kosti þrír fórust í sprengingu á ritstjórnarskrifstofum eins stærsta dagblaðs Nígeríu, sem heitir ThisDay. Skrifstofurnar eru í höfuðborg landsins Abuja en á sama tíma bárust fregnir af annari sprengingu í borginni Kaduma og þar var einnig um að ræða skrifstofur sama blaðs.. Staðfest hefur verið að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér.

Lögreglan í Portúgal neitar að endurvekja rannsókn

Lögregluyfirvöld í Portúgal neita að endurvekja rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Lundúnalögreglan, Scotland Yard, sagði í gær að nýjar vísbendingar hefðu uppgötvast í málinu og að Maddie gæti mögulega verið á lífi.

Taylor fundinn sekur

Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, hefur verið fundinn sekur um að stuðla að stríðsglæpum þegar borgarastríðið í nágrannalandinu Sierra Leone stóð sem hæst.

Tugir létust í öflugri sprengingu í Sýrlandi

Allt að sjötíu fórust í sýrlensku borginni Hama í öflugri sprengingu sem lagði fjölmörg hús í borginni í rúst. Ríkisfjölmiðlar landsins tala reyndar um að sextán hafi látist en andspyrnumenn tala um sjötíu.

Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum

Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er.

Konungur Spánar flæktur í nýtt hneyksli

Spænskir fjölmiðlar fjalla nú ítarlega um nýtt hneyskli sem komið er upp innan konungsfjölskyldu landsins. Svo virðist sem Juan Carlos konungur Spánar hafi átti í ástarsambandi við danska konu árum saman.

Dauðarefsing afnumin í Connecticut

Ákveðið hefur verið að afnema dauðarefsingu í ríkinu Connecticut í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun gildir þó ekki um þá 11 fanga sem bíða aftöku á dauðgöngum í fangelsum ríkisins.

Murdoch neitar öllum sökum

Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans.

Sér eftir látalátum við geðlækna

"Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur."

18 ára dómur látinn standa

Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat.

Geta stýrt vél með hugarafli

Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman.

Bráðabirgðastjórn í sumar

Ákveðið hefur verið að þingkosningar verði haldnar í Hollandi 12. september. Þangað til verður bráðabirgðaríkisstjórn við völd undir forystu Marks Rutte forsætisráðherra, sem sagði af sér á mánudag.

Áhrif mannkyns kortlögð í myndbandi

Kanadískur mannfræðingur sem safnað hefur saman gögnum um veru mannkyns á Jörðinni hefur birt myndband sem sýnir áhrif okkar á plánetuna.

Tyson er fallegasti bolabíturinn

Tveggja ára gamall hvolpur, Tyson, var valinn sá fallegasti í árlegri fegurðarsamkeppni bolabíta í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.

Obama söng um baráttumál sín

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman undirspili hljómsveitarinnar The Roots.

Hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi möguleiki

Yfirvöld í Frakklandi segja að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ætti að íhuga hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi ef friðaráætlun Kofi Annans fer út um þúfur.

Gingrich mun draga sig í hlé

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni.

Mein Kampf endurútgefin

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924.

Líkur á að Maddie sé á lífi

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal.

Kúariða fannst í Kaliforníu

Kúariða fannst í kúabúi í Kaliforníu í vikunni en þetta er í fjórða sinn síðan árið 2003 sem kúariða finnst í Bandaríkjunum.

Júlía Tymoshenko komin í hungurverkfall

Júlía Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraníu er komin í hungurverkfall í fangelsinu þar sem hún afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún var ráðherra.

Romney vann stórsigur í fimm ríkjum

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörum í fimm ríkjum í gærkvöldi. Um var að ræða New York, Pennsilvaníu, Connecticut, Rhode Island og Delaware.

Hjálpuðu særðum hermönnum

Harry Bretaprins hefur hlotið verðlaun Atlantshafsráðsins fyrir leiðandi mannúðarstarf í sjálfboðaliðastarfi til aðstoðar særðum hermönnum.

Skelfileg aðkoma eftir árásina

Norski öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen segir að ástandið í miðborg Óslóar hafi einna helst líkst stríðsvettvangi eftir að Anders Behring Breivik hafði sprengt 950 kílógramma sprengju fyrir utan stjórnsýslubygginguna, þar sem forsætisráðherrann hafði aðsetur.

Barist hart um olíu og landamæri

„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan,“ sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína.

Segir engan vafa leika á sök ákærða

Enginn vafi er á að maður sem er ákærður fyrir að hafa myrt miðaldra hjón í nágrenni Óðinsvéa fyrir rúmu ári sé sekur. Þetta segir saksóknarinn í málinu, sem hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Allt starfsfólkið fékk uppsögn

Starfsmenn breska fjárfestingafyrirtækisins Aviva Investors fengu allir sent uppsagnarbréf með tölvupósti á föstudaginn.

Tóbaksrisi í mál vegna bannsins

Tóbaksrisinn Philip Morris mætir norsku lýðheilsustofnuninni fyrir rétti í júní. Fulltrúar Philip Morris telja að bann við að hafa tóbak sýnilegt í verslunum í Noregi brjóti í bága við reglur EES um frjálst vöruflæði. Bannið tók gildi í janúar 2010.

Heiladauð kona eignaðist tvíbura

Þunguð kona í Bandaríkjunum sem hneig niður eftir að hafa fengið slagæðargúlp í heila eignaðist tvíbura fyrr nokkrum vikum - tæpum mánuði eftir að hún var úrskurðuð heiladauð.

Mæður heiðraðar í aðdraganda Ólympíuleikanna

Ólympíuleikarnir verða settir í Lundúnum 27. júlí næstkomandi og íþróttamenn um allan heim leggja nú lokahönd á undirbúning sinn. Helsti styrktaraðili leikanna, Procter & Gamble, birti fyrir stuttu myndskeið þar sem hinar sönnu hetjur leikanna eru heiðraðar - mömmurnar.

Sjá næstu 50 fréttir