Erlent

Heiladauð kona eignaðist tvíbura

Christine Bolden
Christine Bolden
Þunguð kona í Bandaríkjunum sem hneig niður eftir að hafa fengið slagæðargúlp í heila eignaðist tvíbura fyrr nokkrum vikum - tæpum mánuði eftir að hún var úrskurðuð heiladauð.

Fyrsta mars síðastliðinn var Christine Bolden á göngu í Detroit ásamt unnusta sínum og þriggja ára gömlum syni. Hún hneig skyndilega niður og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús.

Fimm dögum síðar var hún úrskurðuð látin af læknum á háskólasjúkrahúsinu í Michigan. Dánartilkynning hennar birtist 6. mars - hún var 26 ára gömul. Christine var þá gengin 26 vikur með tvíbura.

Unnusti Christine ákvað - í samráði við lækna - að halda öndunarvélunum í gangi.

Fyrr í þessum mánuði eignaðist Christine síðan tvíburana Nicholas og Alexander. Stuttu seinna var slökkt á öndunarvélunum.

Piltarnir voru í flýti fluttir á fyrirburadeild. Þeir vega minna en kíló og eru um 15 sentímetrar á hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×