Erlent

Neyddi félaga sinn til að dansa "moonwalk“

Cross viðurkennir að hafa neytt félaga sinn til að dansa fyrir sig.
Cross viðurkennir að hafa neytt félaga sinn til að dansa fyrir sig.
Maður í Idaho í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir líkamsárás eftir að hann neyddi annan mann til að framkvæma dansspor sem Michael Jackson gerði frægt á sínum tíma.

Það voru fjölmiðlar í Bonner sýslu í Idaho sem greindu frá þessu í dag. Hinn þrítugi John Ernest Cross var handtekinn á þriðjudaginn og hefur nú verið ákærður.

Samkvæmt lögreglunni í Bonner átti atvikið sér stað á heimili Cross. Lögreglan var kölluð á staðinn eftir að Cross miðaði sjálfvirkum riffli að manni og skipaði honum að dansa „moonwalk" en það er dansspor sem popparinn Michael Jackson gerði frægt á níunda áratugnum.

Cross viðurkennir að hafa neytt félaga sinn til að dansa fyrir sig en heldur því fram að vopnið hafi í raun verið loftbyssa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×