Erlent

Romney vann stórsigur í fimm ríkjum

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjörum í fimm ríkjum í gærkvöldi. Um var að ræða New York, Pennsilvaníu, Connecticut, Rhode Island og Delaware.

Stærsti sigurinn var í Pennsylvaníu þar sem Romney hlaut 75% atkvæða en að meðaltali hlaut hann 62% atkvæða í öllum ríkjunum fimm.

Þessi sigur Romney kemur ekki á óvart þar sem helsti keppinautur hans, Rick Santorum, hætti við framboð sitt fyrir nokkru síðan.

Reiknað er með að Romney nái því að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins seinni partinn í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×