Erlent

Kung Fu naggrís réðst á hunda

"Allt í einu stökk hann að hundunum með Kung Fu höggum og hvaðeina," sagði Marta.
"Allt í einu stökk hann að hundunum með Kung Fu höggum og hvaðeina," sagði Marta. mynd/CEN
Kona í Slóvakíu trúði vart eigin augum þegar naggrís réðst á hundana hennar. Hún segir að litla dýrið hafi hoppar til og frá og sparkað að hundunum eins og karatemaður.

Marta Domotorova frá Hradok í Slóvakíu var á gangi með hundana sína þegar árásin átti sér stað.

Hún segir að hundarnir hafi skyndilega tekið á rás að skógarjaðrinum. Þeir staðnæmdust síðan og þefuðu af jörðinni. Þegar Marta kom á staðinn sá hún að lítill naggrís hafði vakið áhuga hundanna.

„Bona gelti að naggrísnum og Meggie reyndi að þefa af honum," sagði Marta. „Hundarnir eru ekki grimmir. Þeim hefur eflaust langað að leika við dýrið."

En naggrísinn vildi ekki leika. „Allt í einu stökk hann að hundunum með Kung Fu höggum og hvaðeina," sagði Marta.

mynd/CEN
Blessunarlega var Marta með myndavél meðferðis og náði ljósmyndum af árásinni.

Náttúrulífsfræðingar í Slóvakíu segja að naggrísinn hafi líklega sloppið úr búri sínu eða mögulega verið sleppt.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem naggrísir haga sér svona," sagði einn sérfræðingurinn. „Oftar en ekki eru þeir frekar viðráðanleg dýr. Sé þeim ógnað grípa þeir eðlilega til sinna ráða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×