Fleiri fréttir

Talið að 32 manns hafi farist í flugslysi í Síberíu

Talið er að minnsta kosti 32 manns hafi farist af þegar farþegavél af gerðinni ATR 72 hrapaði til jarðar í Síberíu í nótt. 43 voru um borð í vélinni en tölur um fjölda þeirra sem komust af eru nokkuð á reiki eða frá 11 til 16 manns.

Suu Kyi sögð komin á þing

Staðfesti herforingjastjórnin í Búrma sigur Aung San Suu Kyi í aukaþingkosningum í Kawhmu, þá tekur hún von bráðar sæti á þingi í fyrsta sinn. Flokkur hennar, Lýðræðisfylkingin, fullyrðir að frambjóðendur flokksins hafi unnið sigur í 40 kjördæmum af þeim 45 sem kosið var í. Lýðræðisfylkingin bauð fram í 44 þeirra.

Rauða torginu í Moskvu lokað

Lögreglan í Rússlandi handtók í gær 55 mótmælendur, sem höfðu komið saman fyrir utan hlið Rauða torgsins í Moskvu til að mótmæla Vladimír Pútín og ríkisstjórn landsins. Rauða torginu var aldrei þessu vant lokað til þess að koma í veg fyrir mótmælin, þannig að ferðamenn komust ekki inn á torgið frekar en aðrir.

Uppreisnarmenn fá stuðning

Fulltrúar um 70 ríkja strengdu þess heit í gær að útvega nokkrar milljónir Bandaríkjadala á mánuði handa uppreisnarmönnum og stjórnarandstæðingum í Sýrlandi. Einnig ætla þeir að útvega þeim samskiptabúnað.

Rak stjórnlaust í sólarhring

Skemmtiferðaskipið Azamara Quest komst til hafnar í Malasíu í gær meira en sólarhring eftir að eldur kom upp í vélarými. Eldurinn kom upp á föstudagskvöld og rak skipið stjórnlaust um hafið í sólarhring með þúsund manns um borð. Fimm manns úr áhöfninni slösuðust.

Þykir eiga góðar líkur á sigri

Khayrat el-Shater, varaformaður Bræðralags múslima, verður í framboði til forseta í Egyptalandi. Forysta samtakanna skýrði frá þessu í gær. Flokkur á vegum Bræðralags múslima náði góðum árangri í þingkosningunum, sem haldnar voru í vetur. Samtökin höfðu ætlað að halda sig til hlés í forsetakosningunum, sem haldnar verða seint í maí.

Mótmæli gegn NATO í Belgíu

Lögreglan í Belgíu handtók í gær um það bil 200 manns sem efndu til mótmæla við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Belgíu. Fólkið mætti á staðinn til að krefjast kjarnorkuafvopnunar og brotthvarfs herliðs allra aðildarríkja NATO frá Afganistan. Mótmælendurnir reyndu að komast inn fyrir girðinguna, sem er í kringum um höfuðstöðvarnar, en þeim tókst það ekki. Lögreglumenn þurftu að elta marga mótmælendurna góðan spöl áður en þeim tókst að handtaka þá.

Aung San Suu Kyi sögð hafa náð kjöri á þing

Aung San Suu Kyi er sögð hafa ná kjöri á þing í Myanmar, áður Burma, en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar samkvæmt fréttaveitu AP. Það er stjórnmálaflokkur Suu Kyi sem heldur því fram að hún hafi komist á þing, sem yrði þá stærsti pólitíski sigur ferils hennar. Hún kæmist þar með á þing í fyrsta skiptið.

Íslendingar handteknir í óeirðum í Árósum

Fimm af þeim 89 sem voru handteknir í róstunum í Árósum í gær verða leiddir fyrir dómara í dag. Þeir eru sakaðir um ofbeldi í garð lögreglu. Tveir Íslendingar voru meðal hinna handteknu.

Kosningar í Myanmar í dag

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Myanmar, sem hét áður Burma, er í framboði til þingsins í landinu í aukakosningum sem þar fara fram í dag. Kosið verður um fulltrúa í 45 þingsæti og hafa erlendir fjölmiðlar fengið meiri aðgang að landinu en nokkru sinni fyrr til að fylgjast með kosningunum.

Viskí til sölu - kostar 50 milljónir króna

Viskí sem var framleitt til þess að fagna 60 ára valdatíð Elísabetar drottningar er til sölu í Singapore, en verðmiðinn eru litlar fimmtíu milljónir króna. Og það sem meira er, þá þykir líklegt að einhver milljónamæringurinn láti sig hafa það að kaupa viskíið samkvæmt frétt Reuters um málið.

Þrír með allar tölur réttar - hver fær 27 milljarða

Þrír Bandaríkjamenn fagna eflaust ógurlega þessa stundina en þeir eru 213 milljónum dollurum ríkari. Allir keyptu þeir miða í ofurlottóinu í Bandaríkjunum en dregið var út í gærkvöldi. Sigurvegararnir eru frá Illinois, Kansas og Maryland.

Ellefu létust í mannskæðu hryðjuverki í Tælandi

Ellefu létust og 110 slösuðust í bílasprengjum í borginni Yala í suðurhluta Tælands í dag. Herskáir múslimar eru grunaðir um verknaðinn en sprengjurnar voru staðsettar á fjölförnum verslunargötum. Sprengjurnar sprungu með 20 mínútna millibili.

Heppni lottó-spilarinn ófundinn

Heppinn lottóspilari frá Baltimore í Bandaríkjunum virðist hafa fengið allar tölur réttar í ofurlottóinu sem dregið var úr í gær. Mikið fár greip um sig á meðal Bandaríkjamanna vegna leiksins en vinningurinn voru litlar 640 milljónir dollara. Það gera 81 milljarður íslenskra króna. Það eru 20 milljörðum meira en sjávarútvegurinn græddi á Íslandi á síðasta ári.

Neyðarsjóður stækkaður

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær að efla stöðugleikasjóðinn, sem notaður er til að hjálpa ríkjum að komast út úr alvarlegum fjárhagsvanda.

Sarkozy boðar fleiri aðgerðir

Nítján manns voru handteknir í gærmorgun í Frakklandi vegna gruns um að þeir tengist öfgahópum íslamista, sem hugsanlega séu með áform um hryðjuverk. Mikil spenna hefur ríkt í Frakklandi frá því ungur maður drap sjö manns í Toulouse og Montauban. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á öryggismál og hættuna af hryðjuverkum. Á hinn bóginn fer ótti vaxandi meðal múslima um að almenningur stimpli þá alla sem hryðjuverkamenn.

Hvað myndir þú gera við 640 milljónir dollara?

Potturinn heldur áfram að stækka í bandaríska Mega Millions happdrættinu. Fyrr í vikunni skreið vinningsupphæðin yfir hálfan milljarð dollara en stendur nú í 640 milljónum eða rúmlega 80 milljörðum króna.

"Charlie Bit Me" rakar inn peningum

Fimm ár eru liðin síðan myndbandið "Charlie Bit Me“ birtist á YouTube. Síðan þá hefur verið horft á myndbandið 436 milljón sinnum. Piltarnir og fjölskylda þeirra hefur hagnast gríðarlega á myndbandinu. Foreldrarnir hafa þó reynt að halda piltunum á jörðinni.

Tónelskandi gengi svindlaði á iTunes

Nokkrir klíkumeðlimir hafa verið fundnir sekir um fjársvik eftir að upp komst um svikamyllu þeirra á vefverslununum iTunes og Amazon. Mennirnir notuðu stolin kreditkort til að fjárfesta í eigin tónlist og uppskáru í kjölfarið rúmlega 500.000 pund í höfundalaun.

Enn á ný reynist Einstein sannspár

Kenning Albert Einsteins um hraða útþenslu alheimsins hefur verið sönnuð af stjörnufræðingum í Bretlandi. Með því að nota afstæðiskenningu Einsteins gátu vísindamennirnir endurreiknað stækkun alheimsins af mikilli nákvæmni.

Annan krefst vopnahlés í Sýrlandi

Kofi Annan, erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi, ætlast til að yfirvöld í landinu komi á tafarlausu vopnahléi.

Munu skjóta niður eldflaug Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Japan ákváðu í dag að ef eldflaug sem Norður-Kóreumenn ætla að skjóta á loft í næsta mánuði ógni landinu þá verði hún skotin niður umsvifalaust.

George Bush eldri styður Mitt Romney

Þungaviktarmenn í Repúblikanaflokknum keppast nú við að lýsa yfir stuðningi sínum við Mitt Romney sem næsta forsetaefni flokksins.

Stjórnvöld á Spáni tilkynna niðurskurð í dag

Stjórnvöld á Spáni munu tilkynna í dag niðurskurðar og hagræðingaráform sín en reiknað er með að um verði að ræða mesta niðurskurð á fjárlögum landsins á seinni tímum.

Krabbamein eykst

Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan.

Sjóða egg upp úr þvagi þegar vora tekur

Íbúar í kínversku borginni Dongyang fagna vorinu með heldur undarlegum hætti. Egg sem soðin eru í þvagi ungra pilta eru nauðsynlegur liður í vorfögnuði borgarbúanna.

Stjörnufræðingar birta gagnvirkt kort af Vetrarbrautinni

Síðustu tíu ár hafa breskir vísindamenn beint sjónaukum sínum að þéttasta fleti Vetrarbrautarinnar. Eftir að hafa unnið úr rannsóknargögnum sínum hafa vísindamennirnir nú birt risavaxna mynd af vetrarbrautinni okkar.

Aftökum fjölgaði á síðasta ári

Í nýrri ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International um dauðarefsingar kemur fram að 676 manns hafi verið teknir af lífi á síðasta ári.

Jarðarför Merah frestað

Borgarstjórinn í Toulouse í Frakklandi hefur farið fram á að jarðarför fjöldamorðingjans Mohamed Merah verði frestað. Til stóð að jarða Merah í dag en yfirvöld í borginni telja útförina ekki vera viðeigandi.

Fórnarlamb hópnauðgunar lést á spítala

Átján ára gömul stúlka í Úkraínu lést í dag af sárum sínum á spítala, en henni hafði verið nauðgað hrottalega af þremur mönnum fyrr í mánuðinum.

Sjá næstu 50 fréttir