Fleiri fréttir

Manuel Noriega fluttur í fangelsi í Panama

Manuel Noriega fyrrum einsræðisherra Panama var fluttur til heimlands síns frá Frakklandi í gærkvöldi. Við komuna til Panama var Noriega keyrður rakleiðis í fangaklefa.

Minna fjallað um Breivik um jólin

Dregið verður úr fjölmiðlaumfjöllun um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik yfir hátíðina í Noregi, til að koma til móts við eftirlifendur árásarinnar.

88 fórust í eldsvoða á Indlandi

Að minnsta kosti áttatíu og átta fórust þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í borginni Kolkata sem áður hét kalkútta, á austur-Indlandi í gær. Sex fyrrum yfirmenn á sjúkrahúsinu hafa verið handteknir en lögregla segir að þau séu talin hafa vanrækt öryggisreglur sjúkrahússins. Talið er að fólkið sem fórst í brunanum hafi allt verið rúmliggjandi en mikil skelfing greip um sig þegar eldsins varð vart. Lögreglan rannsakar nú eldsvoðann en á meðal þeirra látnu eru nokkur börn.

Tugþúsundir mótmæla í Rússlandi

Um þrjátíu þúsund manns mótmæla nú í miðborg Moskvu, höfuðborg Rússlands, en talið er að mótmælin séu ein fjölmennustu í landinu í yfir tuttugu ár.

Starfsmenn á flugvelli smygluðu eiturlyfjum í flugvélum

Tólf fyrrum starfsmenn flugfélagsins American Airlines voru í gær fundnir sekir um að hafa smyglað eiturlyfjum til Bandaríkjanna í gegnum flugvélar félagsins. Mennirnir unnu allir við að flytja farangur af færiböndum inni í flugvélar á JFK-flugvellinum í New York. Eiturlyfjunum var komið fyrir í leynihólfum inni í farangursrými flugvéla en ásamt því að smygla eiturlyfjum stálu mennirnir einnig fartölvum, humri, dýrum fötum, ilmvötnum, áfengi og raftækjum frá farþegum sem ferðuðust með félaginu. Höfuðpaurinn í málinu gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en dómari á eftir að taka ákvörðun um refsingu mannanna.

Fjölmennustu mótmælin í 20 ár

Öryggissveitir í Moskvu í Rússlandi búa sig nú undir fjölmennustu mótmæli í landinu í tuttugu ár. Mikil reiði er vegna úrslita í nýafstöðnum þingkosningum í landinu og er talið að tugir þúsunda muni taka þátt í mótmælum vegna þeirra í dag. Flokkur Medvedvs forseta og Pútins forsætisráðherra, Sameinað Rússland, sigraði í kosningunum. Fólkið telur að brögð hafi verið í tafli en þúsundir ábendinga hafa borist um kosningasvik.

Brotlenti á skólabyggingu

Lítil einkaflugvél brotlenti á skólabyggingu í fátækrahverfi nálægt Manila höfuðborg Filippseyja í morgun. Að minnsta kosti ellefu hafa fundist látnir, þar af tvö börn og tuttugu hafa verið færðir á spítala. Eldur kviknaði út frá vélinni og dreifðist í þrjátíu nærliggjandi kofa. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í vélinni.

Risamótmæli boðuð í Rússlandi

Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað til mótmæla vítt og breitt um Rússland í dag til að mótmæla fregnum um víðtækt kosningasvindl í þingkosningum í landinu á sunnudag. Búist er við fjölmennustu mótmælum í landinu frá falli Sovétríkjanna. Mótmæli hafa víða brotist út í Rússlandi síðustu daga eftir því sem æ fleiri gögn um kosningasvindl hafa komið fram. Þúsundir söfnuðust þannig saman á torgum í Moskvu og Sankti Pétursborg þrjú kvöld í röð í upphafi vikunnar.

Rödd þorparans óskiljanleg

Kvikmyndagagnrýnendur í Bandaríkjunum fengu að sjá formála næstu kvikmyndar um ofurhetjuna Batman. Gagnrýnendur voru almennt sáttir með myndskeiðið en í því er greint frá uppruna þorparans Bane.

Twitter bjargaði lífi morðingja

Morðingi forðaðist dauðadóm eftir að kviðdómandi birti skilaboð á samskiptasíðunni Twitter. Hæstiréttur í Arkansans-fylki ákvað að uppfærslurnar hefðu verið óviðeigandi.

Fundinn sekur um að planka

Nitján ára gamall piltur frá Wisconsin í Bandaríkjunum var fundinn sekur um að hafa plankað á lögreglubíl, hraðbanka og minnismerki. Hann var handtekinn eftir að hann birtir myndir af plankinu á samskiptasíðunni Facebook.

Lokaprófin reynast sumum erfið

Háskólanemi tapaði sér á bókasafni í Kalíforníu fyrr í vikunni. Hún sagði samnemendur sína anda of hátt. Vitanlega voru snjallsímarnir á lofti og náðist bræðikastið á myndband.

Skotárás í Hollywood

Vígamaður skaut af handahófi á vegfarendur og bifreiðar í Hollywood nú fyrir stuttu. Ekki er vitað til þess að einhver hafi látið lífið í skotárásinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Los Angeles særðist ökumaður bifhjóls eftir að byssumaðurinn skaut hann í höfuðið.

Vaxandi líkur á að ESB sé að klofna í tvennt

Sterkar og vaxandi líkur eru á að Evrópusambandið sé að klofna í tvennt og að ríkin 17 á evrusvæðinu munu fara sínar eigin leiðir með aðgerðir til að berjast gegn skuldakreppunni á svæðinu.

Afganar munu þurfa aðstoð í mörg ár

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) fordæmdu í gær hryðjuverkin í Afganistan fyrr í vikunni en lýstu því engu að síður yfir að ástandið í landinu færi batnandi. NATO hyggst styðja Afganistan með háum fjárframlögum og margvíslegri aðstoð eftir árið 2014, en þá er áætlað að herlið bandalagsins hafi yfirgefið landið.

Eldflaugavarnir beinast ekki að Rússlandi heldur Íran

Eldflaugavarnir Atlantshafsbandalagsins beinast ekki á nokkurn hátt gegn Rússlandi, sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Brussel í gær. Clinton sagði að ekkert ríki utan NATO hefði neitunarvald um áform NATO um að verja sig fyrir hugsanlegum eldflaugaárásum, en bandalagið gerði ekki ráð fyrir slíkum árásum frá Rússlandi. „Þetta hefur ekkert með Rússland að gera. Í hreinskilni sagt snýst þetta um Íran og önnur ríki eða samtök sem eru að þróa eldflaugatækni,“ sagði Clinton.

17 ára stúlka hannaði nanóeind sem drepur krabbamein

Sautján ára gömul stúlka sigraði í raunvísindasamkeppni tölvurisans Siemens. Hún hlaut 100.000 dollara í verðlaunafé en sú upphæð er þó smávægileg miðað við afrek hennar. Hún hannaði eind sem mun að öllum líkindum bylta krabbameinsmeðferðum.

Rick Perry í gervi Heath Ledgers

Nýjasta kosningaauglýsing Repúblikans Rick Perry hefur vakið hörð viðbrögð í Bandaríkjunum. Í auglýsingunni gagnrýnir Perry ógildingu laga sem banna samkynhneigðum hermönnum að opinbera kynhneigð sína. En málstaður samkynhneigðra er þó til staðar í auglýsingunni.

Er Guðseindin fundin?

Talið er að leit kjarneðlisfræðinga hjá CERN að Higgs-bóseindinni hafi borið árangur. Vísindamennirnir hafa notast við Stóra sterkeindahraðalinn á landamærum Frakklands og Sviss í leit sinni að eindinni.

Blowfish mun sigra þynnkuna

Timburmenn munu brátt heyra sögunni til. Á næstu dögum fer nýtt töfralyf á markað í Bandaríkjunum sem lofar bata á 15 mínútum.

Ari Emanuel: Maðurinn á bak við tjöldin

Fátt gerist í Hollywood án umboðsmanna, þeir eru upphaf og endir alls. Hafi einhver umboðsmaður meiri völd en annar heitir sá umboðsmaður Ari Emanuel.

Elsti hundur veraldar er látinn

Elsti hundur veraldar lést í Japan fyrr í vikunni. Hann var 26 ára gamall en það samsvarar 120 mennskum árum.

Skotárás í Virgina Tech

Tveir liggja í valnum eftir að óþekktur vígamaður hóf skotárás í Virgina Tech háskólanum í Virginíu nú fyrir stuttu. Rúm fimm ár eru liðin síðan Seung Hui Cho hóf skotárás á nemendur og starfsmenn skólans. Hann myrti 33 einstaklinga í einu mannskæðasta fjöldamorði síðustu ára í Bandaríkjunum.

Barnamorðingi dæmdur í 25 ára fangelsi

Breski barnamorðinginn Robert Black var í dag dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að myrða skólastúlkuna Jennifer Cardy fyrir 30 árum síðan. Hann var sakfelldur fyrir morðið í síðasta mánuði en Black rændi Jennifer þegar hún var á leið í heimsókn til vinkonu sinnar árið 1981. Black hefur setið í fangelsi til lífsstíðar frá árinu 1994 eða frá því hann var sakfelldur fyrir morðin á þremur öðrum börnum sem voru á aldrinum fimm til ellefu ára.

Dönsk kona hagnaðist um hálfan milljarð á vændi

Sérsveit lögreglunnar í Kaupmannahöfn sem berst gegn vændi hefur handtekið 33 ára gamla konu sem var melludólgur með fjölda vændiskvenna á sínum snærum í tveimur hóruhúsum í Kaupmannahöfn og einu í Árósum.

Svíar missa trú á konungnum

Þriðjungur Svía hefur litla eða mjög litla trú á konungi landsins, Karli Gústafi. Tæpur þriðjungur styður konunginn. Öðrum er nokkuð sama. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir TV4-sjónvarpsstöðina í Svíþjóð.

Reiknað með töluverðum átökum

Frakkar og Þjóðverjar reyna í dag og á morgun að sannfæra aðra leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um nauðsyn þess að breyta sáttmála sambandsins til að endurheimta traust til evrunnar.

Hafna mismunun vegna kynhneigðar

Bandarísk stjórnvöld munu framvegis styðja við réttindi samkynhneigðra hvar sem er í heiminum með pólitískum þrýstingi, þróunaraðstoð og því að veita samkynhneigðum hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Barack Obama Bandaríkjaforseta sem gert var opinbert á fimmtudag. Hillary Clinton utanríkisráðherra áréttaði þessi áform á fundi í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag.

Tættu í sundur íbúðarhverfi

Fallbyssukúla þaut í gegnum sendiferðabíl og íbúðarhús í borginni Dublin í Kalíforníu. Slysið átti sér stað við tökur á sjónvarpsþættinum vinsæla Mythbusters.

Bönnuðu þröngar buxur

Háskóli í Idaho í Bandaríkjunum íhugar nú að leyfa þröngar buxur á ný eftir að hafa bannað þær með öllu. Nemendur skólans lýstu óánægju sinni með bannið á samskiptasíðum.

Sjá næstu 50 fréttir