Erlent

Bönnuðu þröngar buxur

mynd/AP
Skólinn tilkynnti um bannið með því að dreifa þessum miða til nemenda sinna.mynd/Student Review
Háskóli í Idaho í Bandaríkjunum íhugar nú að leyfa þröngar buxur á ný eftir að hafa bannað þær með öllu. Nemendur skólans lýstu óánægju sinni með bannið á samskiptasíðum.

Þegar nemendur skólans mættu í próf fyrr vikunni var þeim tilkynnt að þröngar buxur yrðu ekki leyfðar í prófstofunni. Ástæðuna má rekja til siðareglna skólans en þar kemur fram að nemendur verði að sína hógværð í klæðaburði. Nemendum er einnig bannað að klæðast fötum sem sýna of mikið hold -þar á meðal eru ermalausir bolir og pils sem ekki ná niður fyrir hné.

Sumir stúdentar í Brigham Young háskólanum eru þó ánægðir með bannið og fagna því að stúlkur þurfi nú að klæðast eðlilegum fötum. Ritstjóri skólablaðsins, Rachel Taylor, sagði að sumir nemendur klæddust buxum sem væru hreinlega of þröngar.

Eftir að nemendur skólans mótmæltu banninu á samskiptasíðum ákváðu stjórnendur skólans að endurskoða málið. Í dag barst síðan yfirlýsing frá háskólanum þar sem þröngar buxur eru sagðar vera móðgandi en þó ekki alslæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×