Erlent

Starfsmenn á flugvelli smygluðu eiturlyfjum í flugvélum

Tólf fyrrum starfsmenn flugfélagsins American Airlines voru í gær fundnir sekir um að hafa smyglað eiturlyfjum til Bandaríkjanna í gegnum flugvélar félagsins.

Mennirnir unnu allir við að flytja farangur af færiböndum inni í flugvélar á JFK-flugvellinum í New York. Eiturlyfjunum var komið fyrir í leynihólfum inni í farangursrými flugvéla en ásamt því að smygla eiturlyfjum  stálu mennirnir einnig fartölvum, humri, dýrum fötum, ilmvötnum, áfengi og raftækjum frá farþegum sem ferðuðust með félaginu.

Höfuðpaurinn í málinu gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en dómari á eftir að taka ákvörðun um refsingu mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×