Erlent

Njósnarar streyma til Írans að skoða hátækniflugvél

Bandarísk njósnaflugvél af gerðinni Sentinel er nú í höndum Írana sem sýndu fjölmiðlum vélina í gærdag.

Þetta eru verulega slæmar fréttir fyrir CIA leyniþjónustu Bandaríkjanna sem gerði út vélina til njósna í Íran, Afganistan og Pakistan.

Vélin er smekkfull af ýmiskonar leynilegum hátæknibúnaði og í umfjöllun um málið á BBC segir að rússneskir og kínverskir njósnarar streymi nú til Írans til að reyna að ná í upplýsingar um þennan hátæknibúnað.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort Íranir náðu að skjóta vélina niður eða að hún hafi bilað eins og CIA heldur fram. Talið er að vélin hafi verið að afla upplýsinga um kjarnorkuálætlun Írana þegar hún hrapaði til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×