Erlent

17 ára stúlka hannaði nanóeind sem drepur krabbamein

Angela Zhang
Angela Zhang mynd/CALTECH
Sautján ára gömul stúlka sigraði í raunvísindasamkeppni tölvurisans Siemens. Hún hlaut 100.000 dollara í verðlaunafé en sú upphæð er þó smávægileg miðað við afrek hennar. Hún hannaði eind sem mun að öllum líkindum bylta krabbameinsmeðferðum.

Angela Zhang fékk hugmyndina þegar hún var 15 ára gömul og hefur unnið að hönnun eindarinnar síðan þá. Sérfræðingar segja eindina vera eins og svissneskan vasahníf þegar kemur að meðhöndlun krabbameins.

Virkni eindarinnar þykir stórmerkileg. Henni er komið fyrir í æxlum með lyfinu salinomycin og um leið byrjar eindin að drepa krabbameinsfrumur. Eindin skilur síðan eftir efni úr gulli og járnoxíð sem hjálpa til við eftirfylgni krabbameinsmeðferða en efnin sjást afar vel á segulsneiðmyndum.

Draumur Zhang er að verða prófessor við háskólann sinn. Hún vill sérhæfa sig í lífverkfræði og halda áfram með rannsóknir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×