Erlent

Skotárás í Virgina Tech

Nemendur skólans hafa birt myndir frá vettvangi skotárásanna á samskiptasíðum.
Nemendur skólans hafa birt myndir frá vettvangi skotárásanna á samskiptasíðum. mynd/Lerone Graham - Twitter
Tveir liggja í valnum eftir að óþekktur vígamaður hóf skotárás í Virgina Tech háskólanum í Virginíu nú fyrir stuttu. Rúm fimm ár eru liðin síðan Seung Hui Cho hóf skotárás á nemendur og starfsmenn skólans. Hann myrti 33 einstaklinga í einu mannskæðasta fjöldamorði síðustu ára í Bandaríkjunum.

Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórnendum skólans var lögreglumaður myrtur eftir að hann stöðvaði óþekktan ökumann. Maðurinn skaut síðan aðra manneskju til bana á nálægu bílastæði.

Útgöngubanni hefur verið komið á og hefur nemendum skólans verið ráðlagt að læsa dyrum. Sérsveitir lögreglunnar í Blacksburg hafa verið kallaðar til og er mannsins nú leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×